Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig 27. ágúst 2013 09:00 Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. Samningur Sigurðar Ragnars við KSÍ rann út að loknu Evrópumótinu. Stjórn KSÍ veitti Þóri umboð til að semja við hann á nýjan leik. „Þá fékk ég símtal frá einum leikmanni landsliðsins sem segir mér að nokkrir aðrir leikmenn séu mjög ósáttir. Ég var ekki sáttur við það símtal og sagði að þessar stúlkur ættu að hafa beint samband við mig ef þær væru eitthvað ósáttar, ég myndi ekki taka við svona í gegnum annan aðila," segir Þórir í samtali við Fótbolta.net. Edda Garðarsdóttir, landsliðskona sem ekki var valin í lokahópinn fyrir EM, sagði í viðtali við Vísi í síðustu viku að framkvæmdastjórinn hefði óskað eftir því að leikmennirnir sendu honum bréf og greindu frá óánægju sinni.Í umfjöllun Fréttablaðsins sem birtist á laugardaginn, þar sem leikmennirnir fjórir sem skrifuðu bréfið voru nafngreindir, neitaði formaður KSÍ, fyrir hönd framkvæmdastjórann sem var í fríi, að óskað hefði verið eftir nokkru skriflega. Þórir staðfestir þetta í samtali við Fótbolta.net. „Ég hef ekki verið í neinu sambandi við þessar stúlkur sem skrifuðu bréfið fyrir utan stutt sms-samskipti við eina þeirra. Hún sendi mér sms og ég svaraði „Ræðum saman á mánudaginn". Áður en ég náði að ræða við hana þá var þetta bréf komið til Sigga Ragga," segir Þórir.Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir á góðri stundu.Mynd/DaníelFramkvæmdastjórinn fékk afrit af tölvupóstinum sem sendur var Sigurði Ragnari. Þórir hafi skömmu síðar fengið fyrirspurn frá íþróttafréttamanni Rúv um tölvupóstinn. Sá hafi fullyrt að í tölvupóstinum væri hótun leikmanna um að spila ekki áfram með liðinu yrði Sigurður Ragnar áfram þjálfari þess. „Ég tók strax upp símann og sagðist ekki vilja hafa neitt eftir mér en sagði að því færi fjarri að í bréfinu væri einhver hótun heldur vangaveltur um framtíð liðsins," segir Þórir. Íþróttafréttamenn Rúv hafa bréfið undir höndum en hafa ekki enn birt það. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður Rúv, tjáði sig um málið á Twitter í gær.Þórir virðist sammála Hans Steinari, segir um storm í vatnsglasi að ræða og í bréfinu hafi ekki falist nein hótun líkt og íþróttafréttamaður Rúv taldi sig hafa heimildir fyrir í samtali við sig. „Það hefur aldrei komið neitt frá KSÍ um að í þessu bréfi væri einhver hótun. Ég hefði persónulega komið þessum vangaveltum á framfæri á annan hátt en í þessu fólst engin hótun. Siggi Raggi hefur sjálfur sagt að þetta bréf hafi ekki haft nein áhrif á það hvort hann héldi áfram eða ekki.“Frá æfingu kvennalandsliðsins.Mynd/StefánLandsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir, ein þeirra fjögurra sem skrifuðu bréfið, sagðist í samtali við 433.is í gær að hún ætlaði ekki að taka þátt í leik KSÍ. Þórir kom af fjöllum og sagðist ekkert skilja í ummælum Þóru. „Öll þessi umræða sem hefur verið í gangi hefur ekkert komið í gegnum okkur. Ég get ekkert stjórnað því hvað blaðamenn skrifa, við höfum ekkert um það að segja. Ég veit ekkert hvernig menn höfðu vitneskju um þetta bréf eða hvernig einhverjir fjölmiðlamenn fengu það í sínar hendur.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 „Tökum ekki þátt í þessum leik KSÍ“ Þóra Björg Helgadóttir, markvörður kvennalandsiðsins og LdB Malmö, segir að bréfið sem hún sendi Sigurði Ragnari Eyjólfssyni á dögunum verði ekki birt. 26. ágúst 2013 13:42 Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. 19. ágúst 2013 14:39 Ósáttir reynsluboltar vildu losna við Sigurð Ragnar Fjórir reynslumiklir leikmenn í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sendu landsliðsþjálfaranum, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, bréf á dögunum. Þar tjáðu þær honum þá skoðun sína að hann ætti ekki að halda áfram í starfi sínu. 19. ágúst 2013 12:04 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. Samningur Sigurðar Ragnars við KSÍ rann út að loknu Evrópumótinu. Stjórn KSÍ veitti Þóri umboð til að semja við hann á nýjan leik. „Þá fékk ég símtal frá einum leikmanni landsliðsins sem segir mér að nokkrir aðrir leikmenn séu mjög ósáttir. Ég var ekki sáttur við það símtal og sagði að þessar stúlkur ættu að hafa beint samband við mig ef þær væru eitthvað ósáttar, ég myndi ekki taka við svona í gegnum annan aðila," segir Þórir í samtali við Fótbolta.net. Edda Garðarsdóttir, landsliðskona sem ekki var valin í lokahópinn fyrir EM, sagði í viðtali við Vísi í síðustu viku að framkvæmdastjórinn hefði óskað eftir því að leikmennirnir sendu honum bréf og greindu frá óánægju sinni.Í umfjöllun Fréttablaðsins sem birtist á laugardaginn, þar sem leikmennirnir fjórir sem skrifuðu bréfið voru nafngreindir, neitaði formaður KSÍ, fyrir hönd framkvæmdastjórann sem var í fríi, að óskað hefði verið eftir nokkru skriflega. Þórir staðfestir þetta í samtali við Fótbolta.net. „Ég hef ekki verið í neinu sambandi við þessar stúlkur sem skrifuðu bréfið fyrir utan stutt sms-samskipti við eina þeirra. Hún sendi mér sms og ég svaraði „Ræðum saman á mánudaginn". Áður en ég náði að ræða við hana þá var þetta bréf komið til Sigga Ragga," segir Þórir.Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir á góðri stundu.Mynd/DaníelFramkvæmdastjórinn fékk afrit af tölvupóstinum sem sendur var Sigurði Ragnari. Þórir hafi skömmu síðar fengið fyrirspurn frá íþróttafréttamanni Rúv um tölvupóstinn. Sá hafi fullyrt að í tölvupóstinum væri hótun leikmanna um að spila ekki áfram með liðinu yrði Sigurður Ragnar áfram þjálfari þess. „Ég tók strax upp símann og sagðist ekki vilja hafa neitt eftir mér en sagði að því færi fjarri að í bréfinu væri einhver hótun heldur vangaveltur um framtíð liðsins," segir Þórir. Íþróttafréttamenn Rúv hafa bréfið undir höndum en hafa ekki enn birt það. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður Rúv, tjáði sig um málið á Twitter í gær.Þórir virðist sammála Hans Steinari, segir um storm í vatnsglasi að ræða og í bréfinu hafi ekki falist nein hótun líkt og íþróttafréttamaður Rúv taldi sig hafa heimildir fyrir í samtali við sig. „Það hefur aldrei komið neitt frá KSÍ um að í þessu bréfi væri einhver hótun. Ég hefði persónulega komið þessum vangaveltum á framfæri á annan hátt en í þessu fólst engin hótun. Siggi Raggi hefur sjálfur sagt að þetta bréf hafi ekki haft nein áhrif á það hvort hann héldi áfram eða ekki.“Frá æfingu kvennalandsliðsins.Mynd/StefánLandsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir, ein þeirra fjögurra sem skrifuðu bréfið, sagðist í samtali við 433.is í gær að hún ætlaði ekki að taka þátt í leik KSÍ. Þórir kom af fjöllum og sagðist ekkert skilja í ummælum Þóru. „Öll þessi umræða sem hefur verið í gangi hefur ekkert komið í gegnum okkur. Ég get ekkert stjórnað því hvað blaðamenn skrifa, við höfum ekkert um það að segja. Ég veit ekkert hvernig menn höfðu vitneskju um þetta bréf eða hvernig einhverjir fjölmiðlamenn fengu það í sínar hendur.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 „Tökum ekki þátt í þessum leik KSÍ“ Þóra Björg Helgadóttir, markvörður kvennalandsiðsins og LdB Malmö, segir að bréfið sem hún sendi Sigurði Ragnari Eyjólfssyni á dögunum verði ekki birt. 26. ágúst 2013 13:42 Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. 19. ágúst 2013 14:39 Ósáttir reynsluboltar vildu losna við Sigurð Ragnar Fjórir reynslumiklir leikmenn í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sendu landsliðsþjálfaranum, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, bréf á dögunum. Þar tjáðu þær honum þá skoðun sína að hann ætti ekki að halda áfram í starfi sínu. 19. ágúst 2013 12:04 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01
„Tökum ekki þátt í þessum leik KSÍ“ Þóra Björg Helgadóttir, markvörður kvennalandsiðsins og LdB Malmö, segir að bréfið sem hún sendi Sigurði Ragnari Eyjólfssyni á dögunum verði ekki birt. 26. ágúst 2013 13:42
Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. 19. ágúst 2013 14:39
Ósáttir reynsluboltar vildu losna við Sigurð Ragnar Fjórir reynslumiklir leikmenn í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sendu landsliðsþjálfaranum, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, bréf á dögunum. Þar tjáðu þær honum þá skoðun sína að hann ætti ekki að halda áfram í starfi sínu. 19. ágúst 2013 12:04
Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann