Siggi Hallvarðs gengur úr Hveragerði til Reykjavíkur 27. ágúst 2013 11:30 Sigurður Hallvarðsson, fyrrum leikmaður Þróttar, mun á föstudaginn ganga frá Hveragerði að Ljósinu á Langholtsvegi. Með göngunni vill hann veita Ljósinu stuðning og endurgjalda samtökunum þakklæti sitt. Ganga Sigurðar hefst á föstudagsmorgun klukkan 6 við bensínstöð Orkunnar í Hveragerði. Allir eru velkomnir að slást í för með Sigurði og sýna stuðning sinn í verki. Hægt er að leggja söfnunni lið með því að hringja í eftirfarandi símanúmer. 901-5011 = 1.000,- 901-5013 = 3.000,- 901-5015 = 5.000,- Einnig er hægt að leggja inn frjáls framlög á reikning göngunnar 0513-26-50050 kt. 590406-074Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Ljóssins. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson tók hús á Sigurði á dögunum. Þá ritaði Sigurður pistil á dögunum sem sjá má hér að neðan. Pistill SigurðarSigurður Helgi Hallvarðsson heiti ég og er heilakrabbameinssjúklingur. Ég greindist með æxli apríl 2004 þannig að ég hafði fengið flog heima og var settur í rannsókn í kjölfarið. Flogalyf tóku svo við en ákveðið var að gera ekkert þar sem grunur var að þetta væri bara æxli af annarri gráðu. Stigin er fjögur og saklaus kallast þau ef þau eru á fysta stigi og jafnvel öðru stigi. Ný tæki komu til landsins í janúar 2005 og var mér skellt þar inn til að greina frekar. Þá fékk ég greininguna að grunur væri að um þriðja stig væri að ræða og fyrsti uppskurður var gerður í mars 2005. 1 æxli fjarlægt. Geislameðferð í kjölfarið. 2007 var annar uppskurður gerður en þá var komið annað æxli í aðgerðarholuna og það var tekið. Lyfjameðferð í kjölfarið. 2009 var þriðji uppskurðurinn og þá var æxli vaxið inn af því fyrsta en þarna 2005 lagði doksinn bara ekki í að fara svona innarlega í heilann og er ég mjög svo þakklátur fyrir það því þarna kom að því að heppnin var ekki með mér því núna lamaðist ég í kjölfarið vinstra megin í líkamanum og við tók stíf endurhæfing á Grensás og lyfjameðferð svona samhliða því. 2011 var fjórða aðgerðin gerð þá var eitt enn furðuverkið vaxið þar sem engin heilavefur var til að nærast á en samt gat það komið sér þarna fyrir. Jafnað mig fljótt og engin meðferð! 2012 fimmta aðgerðin og nú voru það tvö æxli sem voru búin að koma sér makindalega fyrir. Lyfjameðferð í kjölfarið! 2013 sjötta aðgerðin og doktorarnir ekki alveg sammála um hvort aðgerð ætti að vera gerð eður ei en ég vildi aðgerð svo það var gert. 4 æxli sem sáust á mynd og 3 af þeim voru fjarlægð en eitt var það innarlega að það var látið vera. 2013 mai fór ég í myndartöku og nú logaði heilinn af mér af mörgum illkvittnum æxlum sem sendu þau skilaboð um að ekkert væri hægt að gera og eftir ráðleggingar hjá Doksanum þá hafnaði ég lyfjameðferð en geislameðferð var ekki í boði þar sem heilinn hefði steikst allur með æxlaskömmunum. Sumarið hefur verið gott, ekki mikið um verki eða önnur óþægindi nema að daparar hugsanir koma upp við og við en stór og mikil fjölskylda og enn stærri fótboltafjölskylda standa við bakið á mér þannig að ég ákveð að lifa lífinu þar til annað kemur í ljós en minn tími er lítill eftir hér jörð! En hann ætla ég að nota. Ljósið hefur gert margt og mikið fyrir mig og í það fyrsta hefur það verið staður þar sem ég get alltaf litið við og alltaf einhver sem vill tala við mig og það er visst öryggi að hafa festu í lífinu og það hefur Ljósið verið fyrir mig og marga marga aðra. Ég vil á einhvern hátt fá að endurgjalda Ljósinu þakklæti mitt og gera það sem í mínu valdi stendur til að starfsemin þar fái að ganga áfram og fleiri fái að njóta stuðningsins sem þau þarna öll bjóða upp á. Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Sigurður Hallvarðsson, fyrrum leikmaður Þróttar, mun á föstudaginn ganga frá Hveragerði að Ljósinu á Langholtsvegi. Með göngunni vill hann veita Ljósinu stuðning og endurgjalda samtökunum þakklæti sitt. Ganga Sigurðar hefst á föstudagsmorgun klukkan 6 við bensínstöð Orkunnar í Hveragerði. Allir eru velkomnir að slást í för með Sigurði og sýna stuðning sinn í verki. Hægt er að leggja söfnunni lið með því að hringja í eftirfarandi símanúmer. 901-5011 = 1.000,- 901-5013 = 3.000,- 901-5015 = 5.000,- Einnig er hægt að leggja inn frjáls framlög á reikning göngunnar 0513-26-50050 kt. 590406-074Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Ljóssins. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson tók hús á Sigurði á dögunum. Þá ritaði Sigurður pistil á dögunum sem sjá má hér að neðan. Pistill SigurðarSigurður Helgi Hallvarðsson heiti ég og er heilakrabbameinssjúklingur. Ég greindist með æxli apríl 2004 þannig að ég hafði fengið flog heima og var settur í rannsókn í kjölfarið. Flogalyf tóku svo við en ákveðið var að gera ekkert þar sem grunur var að þetta væri bara æxli af annarri gráðu. Stigin er fjögur og saklaus kallast þau ef þau eru á fysta stigi og jafnvel öðru stigi. Ný tæki komu til landsins í janúar 2005 og var mér skellt þar inn til að greina frekar. Þá fékk ég greininguna að grunur væri að um þriðja stig væri að ræða og fyrsti uppskurður var gerður í mars 2005. 1 æxli fjarlægt. Geislameðferð í kjölfarið. 2007 var annar uppskurður gerður en þá var komið annað æxli í aðgerðarholuna og það var tekið. Lyfjameðferð í kjölfarið. 2009 var þriðji uppskurðurinn og þá var æxli vaxið inn af því fyrsta en þarna 2005 lagði doksinn bara ekki í að fara svona innarlega í heilann og er ég mjög svo þakklátur fyrir það því þarna kom að því að heppnin var ekki með mér því núna lamaðist ég í kjölfarið vinstra megin í líkamanum og við tók stíf endurhæfing á Grensás og lyfjameðferð svona samhliða því. 2011 var fjórða aðgerðin gerð þá var eitt enn furðuverkið vaxið þar sem engin heilavefur var til að nærast á en samt gat það komið sér þarna fyrir. Jafnað mig fljótt og engin meðferð! 2012 fimmta aðgerðin og nú voru það tvö æxli sem voru búin að koma sér makindalega fyrir. Lyfjameðferð í kjölfarið! 2013 sjötta aðgerðin og doktorarnir ekki alveg sammála um hvort aðgerð ætti að vera gerð eður ei en ég vildi aðgerð svo það var gert. 4 æxli sem sáust á mynd og 3 af þeim voru fjarlægð en eitt var það innarlega að það var látið vera. 2013 mai fór ég í myndartöku og nú logaði heilinn af mér af mörgum illkvittnum æxlum sem sendu þau skilaboð um að ekkert væri hægt að gera og eftir ráðleggingar hjá Doksanum þá hafnaði ég lyfjameðferð en geislameðferð var ekki í boði þar sem heilinn hefði steikst allur með æxlaskömmunum. Sumarið hefur verið gott, ekki mikið um verki eða önnur óþægindi nema að daparar hugsanir koma upp við og við en stór og mikil fjölskylda og enn stærri fótboltafjölskylda standa við bakið á mér þannig að ég ákveð að lifa lífinu þar til annað kemur í ljós en minn tími er lítill eftir hér jörð! En hann ætla ég að nota. Ljósið hefur gert margt og mikið fyrir mig og í það fyrsta hefur það verið staður þar sem ég get alltaf litið við og alltaf einhver sem vill tala við mig og það er visst öryggi að hafa festu í lífinu og það hefur Ljósið verið fyrir mig og marga marga aðra. Ég vil á einhvern hátt fá að endurgjalda Ljósinu þakklæti mitt og gera það sem í mínu valdi stendur til að starfsemin þar fái að ganga áfram og fleiri fái að njóta stuðningsins sem þau þarna öll bjóða upp á.
Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann