Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Blika, var sú eina í liðinu sem spilaði til úrslita árið 2005.
„Þetta er mikil gleði. Eins gott og það gerist,“ sagði hin brosmilda Greta Mjöll eftir leikinn.
Breiðablik vann Þór/KA í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli í dag en leikurinn fór 2-1.
„Þetta var virkilega erfitt þegar þær skora jöfnunarmarkið í leiknum. Við vorum aðeins farnar að missa tökin bæði í lok fyrri hálfleiks og svo aftur í upphafi á þeim seinni,“
„Það er auðvitað ekki góð tilfinning að finnast maður ekki vera í takt við leikinn. En það var bara góður skellur sem endar auðvitað með marki frá þeim. Þá áttum við okkur á því að við þurfum að koma okkur í gírinn aftur, nýttum það sem við fengum og heldum vel,“
„Ég held að þetta sé algeng mistök því miður. Að fara vel spenntar inn í hálfleik með forystu og koma svo út í seinni hálfleikinn og vera of lengi að finna sig. En þá þurftum við að öskra okkur í gang og átta okkur á því hvað við þurftum að gera. Snúa hausnum rétt og halda áfram,“
sagði Greta Mjöll og bætti við:
„Við höfðum trú á þessu allan tímann og misstum hana aldrei.“
Greta: Við höfðum trú á þessu allan tímann
Sigmar Sigfússon skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn