Umfjöllun og viðtöl: FH - Genk 0-2 | Víti Björns Daníels í súginn Eyþór Atli Einarsson á Kaplakrikavelli skrifar 22. ágúst 2013 07:45 FH-ingar eiga litla sem enga von um að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 tap gegn K.R.C. Genk í fyrri leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Það var stemning á pöllunum í Kaplakrika í kvöld þegar FH-ingar tóku á móti ógnarsterkum belgískum meisturum í Genk. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af baráttu heimamanna en gestirnir stjórnuðu þó að mestu leyti. Liðin skiptust þó á að eiga ágætis færi og það fyrsta leit dagsins ljós strax á fjórðu mínútu þegar Ilombe Mboyo fékk ákjósanlegt færi en lagði boltann framhjá markinu. FH, sem lagði sig mikið fram í leiknum, uppskar færi á sjöundu mínútu þegar Atli Guðnason komst einn innfyrir vörn gestanna en í stað þess að skjóta ákvað hann að gefa boltann fyrir og sveif boltinn fyrir alla leikmenn í vítateignum og færið fór í súginn. Má segja að þetta hafi einkennt leik heimamanna í dag. Þeir komu sér í ákjósanlega stöðu en virtust hálf ráðviltir þegar á hólminn var komið. Eftir nokkur færi á báða bóga og allt stefndi í markalausan fyrri hálfleik skoruðu gestirnir mark á 44. mínútu. Þar var að verki Jelle Vossen sem hafði átt nokkur færi áður. Thomas Buffel átti þá frábæra sendingu beint á kollinn á Vossen sem sýndi það að hann kann sitthvað fyrir sér í íþróttinni því hann stangaði boltann í markið. Lítið sem Róbert Óskarsson markvörður gat gert þar en FH vörnin hefði mátt vera aðeins meira á tánum. Hryllilega svekkjandi mark og staðan í hálfleik 0-1 gestunum í vil. Í síðari hálfleik léku FH-ingar með vindi sem virtist henta þeim betur, en engum duldist það að lið Genk væri virkilega sterkt því áfram stjórnuðu þeir leiknum. FH hélt þó áfram að skapa sér færi því vörn gestanna opnaðist oft þar sem þeir voru óhræddir við að spila framarlega með varnarlínu sína. Á 61. mínútu fengu heimamenn þó ákjósanlegt færi til að jafna leikinn þegar Ólafur Páll Snorrason fyrirliði átti frábæra fyrirgjöf fyrir markið. Varafyrirliðinn Björn Daníel Sverrisson mætti askvaðandi inn í teiginn og henti sér á boltann, tók svokallaðan flugskalla, sem László Kötels markvörður gestanna varði vel. Dauðafæri og hefði nú ekki verið leiðinlegt að setja eitt mark þarna. Þess í stað skoruðu Belgarnir mark á 79. mínútu. Fabien Camus átti þá frábæra hornspyrnu sem virtist hafa farið beint í netið en því miður fyrir Sam Tillen leikmann FH skoraði hann sjálfsmark eftir örlítið klafs. Klaufalegt mark og staðan orðin 0-2. Þrátt fyrir að vera 0-2 undir gáfust Hafnarfjarðarpiltar ekki upp og uppskáru víti á 87. mínútu. Björn Daníel steig á punktinn og tók arfaslakt víti sem fór eiginlega beint í hendurnar á Köteles. Lengra komust heimamenn því miður ekki og endaði leikurinn 0-2 fyrir Genk og FH bíður erfitt verkefni í Belgíu í næstu viku. Hetjuleg barátta FH-inga í leiknum skilaði því miður ekki miklu. Genk var aðeins of stór biti fyrir þá í dag en möguleikarnir á því að setja á þá mark eru vissulega til staðar. Við skulum vona að heilladísirnar verði með FH í næstu viku og Evrópudraumurinn verði að veruleika. Heimir Guðjóns: Þetta víti var ekkert sérstakt„Það er svekkjandi að tapa á heimavelli 2-0. Í fyrri hálfleik voru þeir ekki að skapa sér mjög mikið. Þeir voru meira með boltann og við gleymdum okkur augnablik og fáum á okkur mark.“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir tap sinna manna gegn feykisterku Genkliði. „Við vissum að Jelle Vossen væri hættulegur í teignum því við vorum búnir að skoða það í morgun. Við lögðum mikið í leikinn en það vantaði betri ákvörðunartökur á síðasta þriðjungi þeirra og við fengum góð færi í leiknum en náðum ekki að nýta þau.“ „Við vorum búnir að tala um það að ef þeir væru búnir að halda boltanum lengi innan liðsins þá þyrftum við að stoppa þá, því það er erfitt að vera í eltingaleik í langan tíma en þvi miður náðum við því ekki í þessu markinu. Við héldum þó áfram allan leikinn og sköpuðum eins og áður segir nokkur góð færi sem við náum ekki að nýta okkur.“ „Það hefði skipt gríðarlega miklu máli upp á seinni leikinn að skora úr þessu víti en flestir séu sammála um það að þetta víti var ekkert sérstakt.“ „Möguleikarnir eru ekki miklir en við sáum það í leiknum að þegar við tökum réttar ákvarðanir inni á vellinum þá eru miklir möguleikar sóknarlega. Við gefumst aldrei upp og nú förum við bara út og reynum að standa okkur þar.“ sagði Heimir að lokum Mario Been: Ánægður með að halda hreinu„Mér þykir þessi úrslit frábær. Að ná að halda hreinu og skora tvö mörk er frábært fyrir okkur. Ef við hefðum ekki haldið núllinu þá gæti þetta verið erfitt fyrir okkur í Belgíu. Þeir fengu víti sem þeir klúðra og ég get ekki annað en verið sáttur og vonandi verður raunin sú sama í næstu viku og við komumst áfram í keppninni.“ sagði Mario Been þjálfari Genk eftir sigur gegn FH í Evrópudeildinni í kvöld. „Það er alltaf erfitt að svara því hvort við séum öruggir áfram því fótbolti er alltaf fótbolti. Sigurinn í dag gefur okkur auka kraft fyrir síðari leikinn. Fyrir FH verður þetta mikilvægur leikur fyrir félagið og það má búast við öllu. Ég mun þó ekki gefa neitt eftir því ég vil komast í riðlakeppnina.“ „Við vissum, vegna þess að ég hafði skoðað það sjálfur, að FH liðið væri mjög sterkt og erfitt yrði að finna glufur á vörninni. Þess vegna var ég mjög glaður þegar við skorum markið rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins. Í síðari hálfleik vissum við að við spiluðum gegn vindi og það var erfitt að átta sig á honum þar sem hann virtist koma úr öllum áttum á tímabili. Í síðari hálflek skorum við svo annað mark og við hefðum getað skorað fleiri ef menn hefðu verið aðeins einbeittari. Ég er engu að síður mjög glaður með að við fengum ekki á okkur mark úr vítinu og héldum hreinu, því ég er viss um að við skorum á einnig á heimavelli.“ „Ég var nú ekki stressaður með að þeir skoruðu úr vítinu en það var frekar lélegt að fá á sig þetta víti.“ „Ég sá í leiknum á móti Akranes að þetta væri sterkt lið sem spilaði vel saman og væru mjög sterkir. Ég var ekki smeykur með að spila hátt á vellinum þar sem mér fannst við vera hraðari til baka en framherjarnir þeirra.“ „Íslenskur fótbolti er sterkur þar sem allir leikmenn í landsliðinu spila á háu getustigi og við vissum að leikurinn yrði erfiður og þess vegna er ég mjög sáttur með að hafa unnið leikinn 2-0.“ sagði kampakátur þjálfarinn að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
FH-ingar eiga litla sem enga von um að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 tap gegn K.R.C. Genk í fyrri leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Það var stemning á pöllunum í Kaplakrika í kvöld þegar FH-ingar tóku á móti ógnarsterkum belgískum meisturum í Genk. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af baráttu heimamanna en gestirnir stjórnuðu þó að mestu leyti. Liðin skiptust þó á að eiga ágætis færi og það fyrsta leit dagsins ljós strax á fjórðu mínútu þegar Ilombe Mboyo fékk ákjósanlegt færi en lagði boltann framhjá markinu. FH, sem lagði sig mikið fram í leiknum, uppskar færi á sjöundu mínútu þegar Atli Guðnason komst einn innfyrir vörn gestanna en í stað þess að skjóta ákvað hann að gefa boltann fyrir og sveif boltinn fyrir alla leikmenn í vítateignum og færið fór í súginn. Má segja að þetta hafi einkennt leik heimamanna í dag. Þeir komu sér í ákjósanlega stöðu en virtust hálf ráðviltir þegar á hólminn var komið. Eftir nokkur færi á báða bóga og allt stefndi í markalausan fyrri hálfleik skoruðu gestirnir mark á 44. mínútu. Þar var að verki Jelle Vossen sem hafði átt nokkur færi áður. Thomas Buffel átti þá frábæra sendingu beint á kollinn á Vossen sem sýndi það að hann kann sitthvað fyrir sér í íþróttinni því hann stangaði boltann í markið. Lítið sem Róbert Óskarsson markvörður gat gert þar en FH vörnin hefði mátt vera aðeins meira á tánum. Hryllilega svekkjandi mark og staðan í hálfleik 0-1 gestunum í vil. Í síðari hálfleik léku FH-ingar með vindi sem virtist henta þeim betur, en engum duldist það að lið Genk væri virkilega sterkt því áfram stjórnuðu þeir leiknum. FH hélt þó áfram að skapa sér færi því vörn gestanna opnaðist oft þar sem þeir voru óhræddir við að spila framarlega með varnarlínu sína. Á 61. mínútu fengu heimamenn þó ákjósanlegt færi til að jafna leikinn þegar Ólafur Páll Snorrason fyrirliði átti frábæra fyrirgjöf fyrir markið. Varafyrirliðinn Björn Daníel Sverrisson mætti askvaðandi inn í teiginn og henti sér á boltann, tók svokallaðan flugskalla, sem László Kötels markvörður gestanna varði vel. Dauðafæri og hefði nú ekki verið leiðinlegt að setja eitt mark þarna. Þess í stað skoruðu Belgarnir mark á 79. mínútu. Fabien Camus átti þá frábæra hornspyrnu sem virtist hafa farið beint í netið en því miður fyrir Sam Tillen leikmann FH skoraði hann sjálfsmark eftir örlítið klafs. Klaufalegt mark og staðan orðin 0-2. Þrátt fyrir að vera 0-2 undir gáfust Hafnarfjarðarpiltar ekki upp og uppskáru víti á 87. mínútu. Björn Daníel steig á punktinn og tók arfaslakt víti sem fór eiginlega beint í hendurnar á Köteles. Lengra komust heimamenn því miður ekki og endaði leikurinn 0-2 fyrir Genk og FH bíður erfitt verkefni í Belgíu í næstu viku. Hetjuleg barátta FH-inga í leiknum skilaði því miður ekki miklu. Genk var aðeins of stór biti fyrir þá í dag en möguleikarnir á því að setja á þá mark eru vissulega til staðar. Við skulum vona að heilladísirnar verði með FH í næstu viku og Evrópudraumurinn verði að veruleika. Heimir Guðjóns: Þetta víti var ekkert sérstakt„Það er svekkjandi að tapa á heimavelli 2-0. Í fyrri hálfleik voru þeir ekki að skapa sér mjög mikið. Þeir voru meira með boltann og við gleymdum okkur augnablik og fáum á okkur mark.“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir tap sinna manna gegn feykisterku Genkliði. „Við vissum að Jelle Vossen væri hættulegur í teignum því við vorum búnir að skoða það í morgun. Við lögðum mikið í leikinn en það vantaði betri ákvörðunartökur á síðasta þriðjungi þeirra og við fengum góð færi í leiknum en náðum ekki að nýta þau.“ „Við vorum búnir að tala um það að ef þeir væru búnir að halda boltanum lengi innan liðsins þá þyrftum við að stoppa þá, því það er erfitt að vera í eltingaleik í langan tíma en þvi miður náðum við því ekki í þessu markinu. Við héldum þó áfram allan leikinn og sköpuðum eins og áður segir nokkur góð færi sem við náum ekki að nýta okkur.“ „Það hefði skipt gríðarlega miklu máli upp á seinni leikinn að skora úr þessu víti en flestir séu sammála um það að þetta víti var ekkert sérstakt.“ „Möguleikarnir eru ekki miklir en við sáum það í leiknum að þegar við tökum réttar ákvarðanir inni á vellinum þá eru miklir möguleikar sóknarlega. Við gefumst aldrei upp og nú förum við bara út og reynum að standa okkur þar.“ sagði Heimir að lokum Mario Been: Ánægður með að halda hreinu„Mér þykir þessi úrslit frábær. Að ná að halda hreinu og skora tvö mörk er frábært fyrir okkur. Ef við hefðum ekki haldið núllinu þá gæti þetta verið erfitt fyrir okkur í Belgíu. Þeir fengu víti sem þeir klúðra og ég get ekki annað en verið sáttur og vonandi verður raunin sú sama í næstu viku og við komumst áfram í keppninni.“ sagði Mario Been þjálfari Genk eftir sigur gegn FH í Evrópudeildinni í kvöld. „Það er alltaf erfitt að svara því hvort við séum öruggir áfram því fótbolti er alltaf fótbolti. Sigurinn í dag gefur okkur auka kraft fyrir síðari leikinn. Fyrir FH verður þetta mikilvægur leikur fyrir félagið og það má búast við öllu. Ég mun þó ekki gefa neitt eftir því ég vil komast í riðlakeppnina.“ „Við vissum, vegna þess að ég hafði skoðað það sjálfur, að FH liðið væri mjög sterkt og erfitt yrði að finna glufur á vörninni. Þess vegna var ég mjög glaður þegar við skorum markið rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins. Í síðari hálfleik vissum við að við spiluðum gegn vindi og það var erfitt að átta sig á honum þar sem hann virtist koma úr öllum áttum á tímabili. Í síðari hálflek skorum við svo annað mark og við hefðum getað skorað fleiri ef menn hefðu verið aðeins einbeittari. Ég er engu að síður mjög glaður með að við fengum ekki á okkur mark úr vítinu og héldum hreinu, því ég er viss um að við skorum á einnig á heimavelli.“ „Ég var nú ekki stressaður með að þeir skoruðu úr vítinu en það var frekar lélegt að fá á sig þetta víti.“ „Ég sá í leiknum á móti Akranes að þetta væri sterkt lið sem spilaði vel saman og væru mjög sterkir. Ég var ekki smeykur með að spila hátt á vellinum þar sem mér fannst við vera hraðari til baka en framherjarnir þeirra.“ „Íslenskur fótbolti er sterkur þar sem allir leikmenn í landsliðinu spila á háu getustigi og við vissum að leikurinn yrði erfiður og þess vegna er ég mjög sáttur með að hafa unnið leikinn 2-0.“ sagði kampakátur þjálfarinn að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira