Verkföll hjá Toyota, BMW og GM í S-Afríku Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2013 11:15 Samsetningarverksmiðja BMW í S-Afríku Það er víðar en hjá Hyundai og Kia í S-Kóreu sem verkamenn í bílasamsetningarverksmiðjum fara í verkfall þessa dagana. Í S-Afríku eru margar bílaverksmiðjur og margir af stærri bílaframleiðendum heims hafa komið sér þar fyrir. Þar eru verkamenn ekki alltof sáttir við þau laun sem þessir bílaframleiðendur eru að borga þeim fyrir að setja saman bíla þeirra. Í gær var þriðju dagurinn í röð sem verkamenn hjá verksmiðjum Toyota, BMW og GM höfðu lagt niður störf. Alls eru reyndar 30.000 verkmenn í bílaverksmiðjum sjö bílaframleiðenda í landinu í verkfalli og kostar hver verkfallsdagur þá 8,2 milljarða á dag í töpuðum tekjum. Alls eru 323.000 verkamenn í stéttarfélagi verkafólks í bíliðnaði í S-Afríku og er hann stærsti iðnaður landsins og skaffar 7% af öllum útflutningstekjum. Kröfur stéttarfélagsins hljóðar uppá 14% launahækkun nú á árinu, aukin heilbrigðisréttindi og breytingu á vinnutíma. Langt er í að þeim kröfum hafi verið mætt af viðsemjendum og því gætu verkföllinn dregist á langinn. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Það er víðar en hjá Hyundai og Kia í S-Kóreu sem verkamenn í bílasamsetningarverksmiðjum fara í verkfall þessa dagana. Í S-Afríku eru margar bílaverksmiðjur og margir af stærri bílaframleiðendum heims hafa komið sér þar fyrir. Þar eru verkamenn ekki alltof sáttir við þau laun sem þessir bílaframleiðendur eru að borga þeim fyrir að setja saman bíla þeirra. Í gær var þriðju dagurinn í röð sem verkamenn hjá verksmiðjum Toyota, BMW og GM höfðu lagt niður störf. Alls eru reyndar 30.000 verkmenn í bílaverksmiðjum sjö bílaframleiðenda í landinu í verkfalli og kostar hver verkfallsdagur þá 8,2 milljarða á dag í töpuðum tekjum. Alls eru 323.000 verkamenn í stéttarfélagi verkafólks í bíliðnaði í S-Afríku og er hann stærsti iðnaður landsins og skaffar 7% af öllum útflutningstekjum. Kröfur stéttarfélagsins hljóðar uppá 14% launahækkun nú á árinu, aukin heilbrigðisréttindi og breytingu á vinnutíma. Langt er í að þeim kröfum hafi verið mætt af viðsemjendum og því gætu verkföllinn dregist á langinn.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent