Mercedes sýnir nýjan GLA jeppling í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2013 12:45 Þeim fjölgar nú mjög minni bílunum sem Mercedes Benz framleiðir og sá nýjasti í þeirri röð verður fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Þar er á ferð frekar smár jepplingur, GLA-Class. Hann er smíðaður á sama undirvagni og A-Class og CLA-Class bílarnir og telst þá fimmta gerð jepplinga/jeppa sem Benz framleiðir. Bíllinn ber ýmis útlitseinkenni A-Class bílsins, svo sem hvað framljósin varðar, framstuðarann og lögun hans fyrir aftan afturglugga. GLA-Class verður örlítið stærri en A-Class bíllinn, bólgnari til að gefa honum jepplingaútlit og háfættari. Sá bíll sem er næstum þessum nýja bíl af stærð er Kia Sportage, en Range Rover Evoque er styttri en þessi bíll, þótt breiðari sé. Innrétting bílsins verður mjög lík og í A-Class bílnum, sem einnig á við CLA bílinn. Benz sparar sér því nýja hönnun þar, sem er sniðugt. Fyrsti framleiðslubíll GLA verður GLA250 4Matic, fjórhjóladrifinn með 2,0 lítra og 208 hestafla vél og 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Hann verður aðeins 6,4 sekúndur í hundraðið. Árið 2015 verður GLA fáanlegur með framdrifi og ætti sá bíll að verða ódýrari fyrir vikið. Engum sögum fer af GLA45 AMG ofurútgáfu bílsins, en við henni má samt búast. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent
Þeim fjölgar nú mjög minni bílunum sem Mercedes Benz framleiðir og sá nýjasti í þeirri röð verður fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Þar er á ferð frekar smár jepplingur, GLA-Class. Hann er smíðaður á sama undirvagni og A-Class og CLA-Class bílarnir og telst þá fimmta gerð jepplinga/jeppa sem Benz framleiðir. Bíllinn ber ýmis útlitseinkenni A-Class bílsins, svo sem hvað framljósin varðar, framstuðarann og lögun hans fyrir aftan afturglugga. GLA-Class verður örlítið stærri en A-Class bíllinn, bólgnari til að gefa honum jepplingaútlit og háfættari. Sá bíll sem er næstum þessum nýja bíl af stærð er Kia Sportage, en Range Rover Evoque er styttri en þessi bíll, þótt breiðari sé. Innrétting bílsins verður mjög lík og í A-Class bílnum, sem einnig á við CLA bílinn. Benz sparar sér því nýja hönnun þar, sem er sniðugt. Fyrsti framleiðslubíll GLA verður GLA250 4Matic, fjórhjóladrifinn með 2,0 lítra og 208 hestafla vél og 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Hann verður aðeins 6,4 sekúndur í hundraðið. Árið 2015 verður GLA fáanlegur með framdrifi og ætti sá bíll að verða ódýrari fyrir vikið. Engum sögum fer af GLA45 AMG ofurútgáfu bílsins, en við henni má samt búast.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent