Audi fagnar 500.000 TT bílum með sérútgáfu Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2013 10:15 Audi TT er orðinn 15 ára Audi kynnti TT til sögunnar árið 1998 og hefur nú framleitt hálfa milljón slíkra bíla. Eins og títt er fagnar Audi þessum áfanga með sérútgáfu bílsins, með 500 sérútbúnum TTS bílum sem ætlaðir eru til kappakstur. Bílarnir munu aðeins fást í tveimur litum, Imola gulum og Nimbus gráum. Bílarnir fá stóran afturvæng, líkum þeim sem er á Audi TT RS bílnum og bílarnir standa á 19 tommu felgum. Bílarnir verða fjórhjóladrifnir og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Grá leðurinnrétting með gulum saumum gera bílinn glæsilegan að innan og skjöldur sem tilgreinir hvar í röðinni 1 til 500 hver bíll er verður á mælaborðinu. Bílarnir verða aðeins seldir í Evrópu. Vélin í bílnum er sú sama og í hefðbundnum TTS bíl, það er 272 hestafla forþjöppudrifin og fjögurra strokka. Er sú vél 61 hestafli öflugri en í venjulegum Audi TT. Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent
Audi kynnti TT til sögunnar árið 1998 og hefur nú framleitt hálfa milljón slíkra bíla. Eins og títt er fagnar Audi þessum áfanga með sérútgáfu bílsins, með 500 sérútbúnum TTS bílum sem ætlaðir eru til kappakstur. Bílarnir munu aðeins fást í tveimur litum, Imola gulum og Nimbus gráum. Bílarnir fá stóran afturvæng, líkum þeim sem er á Audi TT RS bílnum og bílarnir standa á 19 tommu felgum. Bílarnir verða fjórhjóladrifnir og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Grá leðurinnrétting með gulum saumum gera bílinn glæsilegan að innan og skjöldur sem tilgreinir hvar í röðinni 1 til 500 hver bíll er verður á mælaborðinu. Bílarnir verða aðeins seldir í Evrópu. Vélin í bílnum er sú sama og í hefðbundnum TTS bíl, það er 272 hestafla forþjöppudrifin og fjögurra strokka. Er sú vél 61 hestafli öflugri en í venjulegum Audi TT.
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent