Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann unnu 1-0 heimasigur á nágrönnum sínum í Sogndal í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Brann-liðið lék manni færri síðustu 23 mínútur leiksins.
Birkir Már Sævarsson var að sjálfsögðu í hægri bakvarðarstöðunni og spilaði allar 90 mínúturnar. Það var Austurríkismaðurinn Martin Pusić sem skoraði eina mark leiksins strax á 6. mínútu.
Miðjumaðurinn Fredrik Haugen fékk sitt annað gula spjald á 67. mínútu og Brann var því manni færri eftir það.
Brann er að rétt úr kútnum eftir erfiðar vikur þar sem liðið lék sex deildarleiki í röð án þess að vinna og missti fyrir vikið af toppbaráttunni. Brann vann sinn annan leik í röð í kvöld og fylgdi þá eftir 3-1 útisigri á Odd um síðustu helgi.
Héldu út manni færri
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni
Enski boltinn