Jepplingasala leiðir söluaukningu í BNA Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2013 10:15 Honda CR-V selst eins og heitar lummur í Bandaíkjunum. Sala bíla í ágúst í Bandaríkjunum jókst um 17% í ágúst frá sama mánuði í fyrra. Sala jepplinga jókst hinsvegar um 36%. Þetta var tíundi mánuðurinn í röð sem sala jepplinga eykst meira en heildarsalan. Sala Toyota RAV4 jókst um 50% og Honda CR-V hefur aldrei selst betur þar vestra og náði 45% vexti milli ára. Er Honda CR-V sá jepplingur sem selst í flestum eintökum til Bandaríkjamanna nú en Ford Escape er í öðru sæti. Allir framleiðendur jepplinga eiga í vandræðum með að eiga nægan lager fyrir Bandaríkjamarkað. Jepplingar náðu ríflega fjórðungi heildarsölunnar í ágúst í Bandaríkjunum og hafa nú selst 2,6 milljónir slíkra þar á árinu. Sala jepplinga í fyrra nam 23,5% heildarsölunnar. Árið 2007, þegar heildarsalan náði 16 milljónum bíla, eins og hún stefnir einmitt í í ár, var hlutur jepplinga aðeins 15% hennar. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent
Sala bíla í ágúst í Bandaríkjunum jókst um 17% í ágúst frá sama mánuði í fyrra. Sala jepplinga jókst hinsvegar um 36%. Þetta var tíundi mánuðurinn í röð sem sala jepplinga eykst meira en heildarsalan. Sala Toyota RAV4 jókst um 50% og Honda CR-V hefur aldrei selst betur þar vestra og náði 45% vexti milli ára. Er Honda CR-V sá jepplingur sem selst í flestum eintökum til Bandaríkjamanna nú en Ford Escape er í öðru sæti. Allir framleiðendur jepplinga eiga í vandræðum með að eiga nægan lager fyrir Bandaríkjamarkað. Jepplingar náðu ríflega fjórðungi heildarsölunnar í ágúst í Bandaríkjunum og hafa nú selst 2,6 milljónir slíkra þar á árinu. Sala jepplinga í fyrra nam 23,5% heildarsölunnar. Árið 2007, þegar heildarsalan náði 16 milljónum bíla, eins og hún stefnir einmitt í í ár, var hlutur jepplinga aðeins 15% hennar.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent