Annar Datsun á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 13:15 Datsun Go er lítill og ódýr Nissan ætlar að tefla fram Datsun merki sínu fyrir markaði þar sem þörf er á mjög ódýrum bílum. Fyrir um tveimur mánuðum síðan sýndi Nissan fyrsta bílinn í langan tíma sem ber Datsun merkið og mun hann heita hinu stutta nafni Go, alveg í stíl við smæð hans. Sá bíll er ætlaður fyrir Indónesíumarkað og það á einnig við næsta bíl með Datsun merkið, en hann verður sýndur þann 17. september í Jakarta. Bíllinn er hannaður af Datsun deild Nissan með smá hjálp frá móðurfyrirtækinu og mun aðeins kosta rúma milljón króna. Báðir Datsun bílarnir fara í sölu á næsta ári í Indónesíu og síðan verða þeir einnig til sölu í Indlandi, Rússlandi og S-Afríku. Ef vel tekst til má búast við að bílarnir verði í boði í fleiri löndum þar sem kaupgeta er ekki alveg eins mikil og á vesturlöndum. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent
Nissan ætlar að tefla fram Datsun merki sínu fyrir markaði þar sem þörf er á mjög ódýrum bílum. Fyrir um tveimur mánuðum síðan sýndi Nissan fyrsta bílinn í langan tíma sem ber Datsun merkið og mun hann heita hinu stutta nafni Go, alveg í stíl við smæð hans. Sá bíll er ætlaður fyrir Indónesíumarkað og það á einnig við næsta bíl með Datsun merkið, en hann verður sýndur þann 17. september í Jakarta. Bíllinn er hannaður af Datsun deild Nissan með smá hjálp frá móðurfyrirtækinu og mun aðeins kosta rúma milljón króna. Báðir Datsun bílarnir fara í sölu á næsta ári í Indónesíu og síðan verða þeir einnig til sölu í Indlandi, Rússlandi og S-Afríku. Ef vel tekst til má búast við að bílarnir verði í boði í fleiri löndum þar sem kaupgeta er ekki alveg eins mikil og á vesturlöndum.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent