Lág brú eyðileggur tugi flutningabíla Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 10:30 Hún er ansi varhugaverð brú ein í Durham í Bandaríkjunum og því hafa tugir trukka- og rútubílstjóra kynnst. Brúin sú er óvenjulega lág, eða 11 fet og 8 tommur og var byggð á þeim tíma sem engar reglur voru um lágmarkshæð þeirra og ber uppi lestarteina. Það hefur valdið því að grunlausir ökumenn stórra bíla hafa ekið upp undir hana svo oft að vart er hægt að halda tölu á þeim. Svo til í hverjum mánuði stórskaðast þessir bílar því bílstjórarnir gera ráð fyrir því að hæð hennar sé eins og flestra annarra brúa sem liggja yfir vegi. Engu breytir þótt skilti sé fyrir framan sem tilgreinir hæð hennar mjög skýrt. Bæjaryfirvöld í Durham virðast engan áhuga á að lyfta brúnni og segir það of kostnaðarsamt. Þó má búast við því að sá kostnaður sé vart meiri en það tjón sem hún hefur valdið hingað til. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent
Hún er ansi varhugaverð brú ein í Durham í Bandaríkjunum og því hafa tugir trukka- og rútubílstjóra kynnst. Brúin sú er óvenjulega lág, eða 11 fet og 8 tommur og var byggð á þeim tíma sem engar reglur voru um lágmarkshæð þeirra og ber uppi lestarteina. Það hefur valdið því að grunlausir ökumenn stórra bíla hafa ekið upp undir hana svo oft að vart er hægt að halda tölu á þeim. Svo til í hverjum mánuði stórskaðast þessir bílar því bílstjórarnir gera ráð fyrir því að hæð hennar sé eins og flestra annarra brúa sem liggja yfir vegi. Engu breytir þótt skilti sé fyrir framan sem tilgreinir hæð hennar mjög skýrt. Bæjaryfirvöld í Durham virðast engan áhuga á að lyfta brúnni og segir það of kostnaðarsamt. Þó má búast við því að sá kostnaður sé vart meiri en það tjón sem hún hefur valdið hingað til.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent