Lág brú eyðileggur tugi flutningabíla Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 10:30 Hún er ansi varhugaverð brú ein í Durham í Bandaríkjunum og því hafa tugir trukka- og rútubílstjóra kynnst. Brúin sú er óvenjulega lág, eða 11 fet og 8 tommur og var byggð á þeim tíma sem engar reglur voru um lágmarkshæð þeirra og ber uppi lestarteina. Það hefur valdið því að grunlausir ökumenn stórra bíla hafa ekið upp undir hana svo oft að vart er hægt að halda tölu á þeim. Svo til í hverjum mánuði stórskaðast þessir bílar því bílstjórarnir gera ráð fyrir því að hæð hennar sé eins og flestra annarra brúa sem liggja yfir vegi. Engu breytir þótt skilti sé fyrir framan sem tilgreinir hæð hennar mjög skýrt. Bæjaryfirvöld í Durham virðast engan áhuga á að lyfta brúnni og segir það of kostnaðarsamt. Þó má búast við því að sá kostnaður sé vart meiri en það tjón sem hún hefur valdið hingað til. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent
Hún er ansi varhugaverð brú ein í Durham í Bandaríkjunum og því hafa tugir trukka- og rútubílstjóra kynnst. Brúin sú er óvenjulega lág, eða 11 fet og 8 tommur og var byggð á þeim tíma sem engar reglur voru um lágmarkshæð þeirra og ber uppi lestarteina. Það hefur valdið því að grunlausir ökumenn stórra bíla hafa ekið upp undir hana svo oft að vart er hægt að halda tölu á þeim. Svo til í hverjum mánuði stórskaðast þessir bílar því bílstjórarnir gera ráð fyrir því að hæð hennar sé eins og flestra annarra brúa sem liggja yfir vegi. Engu breytir þótt skilti sé fyrir framan sem tilgreinir hæð hennar mjög skýrt. Bæjaryfirvöld í Durham virðast engan áhuga á að lyfta brúnni og segir það of kostnaðarsamt. Þó má búast við því að sá kostnaður sé vart meiri en það tjón sem hún hefur valdið hingað til.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent