Serena Williams og Victoria Azarenka mætast á morgun í úrslitaleik opna bandaríska meistaramótsins í tennis en þetta er annað árið í röð sem þær mætast í úrslitaleik þessa móts. Þetta eru líka tvær efstu konur á heimslistanum og hafa báðar unnið risamót á árinu 2013, Williams vann opna franska en Azarenka vann opna ástralska.
Victoria Azarenka vann Flavia Pennetta frá Ítalíu í undanúrslitunum 6–4, 6–2 en Serena Williams átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Li Na frá Kína í tveimur settum; 6–0, 6–3.
Serena Williams vann 6-2, 2-6, 7-5 sigur á Azarenka úrslitaleiknum á opna bandaríska mótinu í fyrra en tapaði óvænt fyrir Samantha Stosur í tveimur settum í úrslitaleiknum 2011. Serena getur unnið opna bandaríska mótið í fimmta sinn en hún vann einnig 1999, 2002, 2008 og 2012,
Victoria Azarenka tapaði vissulega úrslitaleiknum í fyrra en hefur aftur á móti unnið Serenu tvisvar sinnum á þessu ári. Azarenka er átta árum yngri en Serena Williams sem getur unnið 17. risatitilinn á ferlinum á morgun.
Serena Williams getur unnið 17. risatitilinn á morgun
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn

„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti




Fleiri fréttir
