Valsmenn unnu í kvöld fyrsta titilinn undir stjórn Ólafs Stefánssonar þegar Hlíðarendaliðið tryggði sér sigur á opna norðlenska mótinu í handbolta á Akureyri. Þetta er eytt af árlegum undirbúningsmótum fyrir tímabilið.
Valur vann alla leiki sína á mótinu en Valsliðið fylgdi á eftir sigri á Stjörnunni í gær (31-26) með því að vinna Fram (25-20) og Akureyri (28-25) í dag. Leikurinn við norðanmenn var úrslitaleikur mótsins.
Valsmenn hlutu sex stig en Akureyri var í öðru sæti með fjögur stig, Stjarnan tryggði sér þriðja sætið með því að vinna Íslandsmeistara Fram 22-21 en Framliðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu.
Ólafur með fyrsta titilinn sem þjálfari Vals
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
