Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2013 12:15 Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. Mynd/Daníel Tveir leikur fóru fram á opna norðlenska mótinu í handbolta karla í gær en mótið fer fram á Akureyri. Heimamenn í Akureyri og Valsmenn unnu leiki sína í gærkvöldi. Akureyri vann 24-22 sigur á Íslandsmeisturum Fram efrir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik og náð mest sex marka forystu í seinni hálfleik. Fram klóraði í bakkann undir lokin með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið í leiknum og Kristján Orri Jóhannsson var með sex mörk. Valsmenn unnu Stjörnuna 31-26 í seinni leik kvöldsins eftir að hafa verið 17-11 yfir í hálfleik. Einar Hólmgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuliðið en hann raðaði inn mörkum í seinni hálfleiknum og hjálpaði að koma muninum niður í þrjú mörk. Valsmenn voru hinsvegar sterkari í lokin. Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Val og Atli Már Báruson var með fimm mörk. Hlynur Morthens varði 5 skot í marki Vals áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá handboltafélagi Akureyrar.Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Opna Norðlenska mótið hófst með tveimur leikjum í gær, föstudag. í fyrri leiknum mættust Akureyri og Fram, Akureyri byrjaði betur og náði þriggja marka forystu, 6-3 en þá svaraði Framliðið með fimm mörkum í röð. Fram hélt frumkvæðinu í leiknum nema hvað Akureyri skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddi 15-14 í hálfleik. Akureyrarliðið tók síðan öll völd í seinni hálfleik, skoraði fimm fyrstu mörkin og héslt sex marka munur lengst af en Fram klóraði í bakkann undir lokin með fjórum síðustu mörkum leiksins sem endaði með tveggja marka sigri Akureyrar 24-22.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7 (2 úr vítum), Kristján Orri Jóhannsson 6, Andri Snær Stefánsson 4, Vladimir Zejak 3, Þrándur Gíslason 2, Sigþór Heimisson og Valþór Guðrúnarson 1 mark hvor. Í markinu varði Jovan Kukobat 17 skot, þar á meðal 2 vítaköst. Tomas Olafson kom inn á og spreytti sig á tveim vítaköstum og varði annað þeirra með tilþrifum.Mörk Fram: Leikmaður nr. 17 með 5 mörk, nr.21 með 4. mörk, Sveinn Þorgeirsson 3, Garðar Benedikt Sigurjónsson 3 (3 úr vítum), Sigfús Páll Sigfússon 2, leikmaður nr. 10 með 2 mörk, nr. 6 með 2 mörk og nr. 27 með 1 mark. Markverðir Fram vörðu samtals 12 skot.Í seinni leiknum mættust Stjarnan og Valur. Mikið jafnræði var með liðunum lengi framan af og jafnt í stöðunni 9-9. Þá tóku Valsarar mikinn kipp og skoruðu sex mörk í röð og höfðu örugga forystu í hálfleik, 11-17. Munurinn jókst í upphafi seinni hálfleiks og varð mestur átta mörk, 13-21. Stjörnumenn voru ekki af baki dottnir, Einar Hólmgeirsson tók til sinna ráða og raðaði inn mörkum og skyndilega var forskot Valsmanna komið niður í þrjú mörk, 24-27. Valsmenn sigldu þó þægilegum fimm marka sigri í höfn en lokatölur urðu 26-31 fyrir Val.Mörk Stjörnunnar: Einar Hólmgeirsson 7, Ari M. Þorkelsson 4 (2 úr vítum), Starri Friðriksson 4 (1 víti), Egill Magnússon 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Sverrir Eyjólfsson 1 og Finnur Jónsson 1. Í markinu var Sigurður Ólafsson sterkur með 13 skot varin, 1 vítakast.Mörk Vals: Þorgrímur Smári Ólafsson 6, Atli Már Báruson 5, Orri Freyr Gíslason 3, Sveinn Aron Sveinsson 3 (1 víti), Elvar Friðriksson 3, (1 víti), Vignir Stefánsson 3, Ægir Hrafn Jónsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Bjartur Guðmundsson 2, Geir Guðmundsson 1 og Ásbjörn Stefánsson 1 mark. Hlynur Morthens varði 5 skot áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot.Mótið lýkur á laugardaginn með eftirfarandi leikjum: Kl. 10:00 Stjarnan – Akureyri Kl. 11:30 Valur – Fram Kl. 13:30 Fram - Stjarnan Kl. 15:00 Akureyri – Valur Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Tveir leikur fóru fram á opna norðlenska mótinu í handbolta karla í gær en mótið fer fram á Akureyri. Heimamenn í Akureyri og Valsmenn unnu leiki sína í gærkvöldi. Akureyri vann 24-22 sigur á Íslandsmeisturum Fram efrir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik og náð mest sex marka forystu í seinni hálfleik. Fram klóraði í bakkann undir lokin með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið í leiknum og Kristján Orri Jóhannsson var með sex mörk. Valsmenn unnu Stjörnuna 31-26 í seinni leik kvöldsins eftir að hafa verið 17-11 yfir í hálfleik. Einar Hólmgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuliðið en hann raðaði inn mörkum í seinni hálfleiknum og hjálpaði að koma muninum niður í þrjú mörk. Valsmenn voru hinsvegar sterkari í lokin. Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Val og Atli Már Báruson var með fimm mörk. Hlynur Morthens varði 5 skot í marki Vals áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá handboltafélagi Akureyrar.Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Opna Norðlenska mótið hófst með tveimur leikjum í gær, föstudag. í fyrri leiknum mættust Akureyri og Fram, Akureyri byrjaði betur og náði þriggja marka forystu, 6-3 en þá svaraði Framliðið með fimm mörkum í röð. Fram hélt frumkvæðinu í leiknum nema hvað Akureyri skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddi 15-14 í hálfleik. Akureyrarliðið tók síðan öll völd í seinni hálfleik, skoraði fimm fyrstu mörkin og héslt sex marka munur lengst af en Fram klóraði í bakkann undir lokin með fjórum síðustu mörkum leiksins sem endaði með tveggja marka sigri Akureyrar 24-22.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7 (2 úr vítum), Kristján Orri Jóhannsson 6, Andri Snær Stefánsson 4, Vladimir Zejak 3, Þrándur Gíslason 2, Sigþór Heimisson og Valþór Guðrúnarson 1 mark hvor. Í markinu varði Jovan Kukobat 17 skot, þar á meðal 2 vítaköst. Tomas Olafson kom inn á og spreytti sig á tveim vítaköstum og varði annað þeirra með tilþrifum.Mörk Fram: Leikmaður nr. 17 með 5 mörk, nr.21 með 4. mörk, Sveinn Þorgeirsson 3, Garðar Benedikt Sigurjónsson 3 (3 úr vítum), Sigfús Páll Sigfússon 2, leikmaður nr. 10 með 2 mörk, nr. 6 með 2 mörk og nr. 27 með 1 mark. Markverðir Fram vörðu samtals 12 skot.Í seinni leiknum mættust Stjarnan og Valur. Mikið jafnræði var með liðunum lengi framan af og jafnt í stöðunni 9-9. Þá tóku Valsarar mikinn kipp og skoruðu sex mörk í röð og höfðu örugga forystu í hálfleik, 11-17. Munurinn jókst í upphafi seinni hálfleiks og varð mestur átta mörk, 13-21. Stjörnumenn voru ekki af baki dottnir, Einar Hólmgeirsson tók til sinna ráða og raðaði inn mörkum og skyndilega var forskot Valsmanna komið niður í þrjú mörk, 24-27. Valsmenn sigldu þó þægilegum fimm marka sigri í höfn en lokatölur urðu 26-31 fyrir Val.Mörk Stjörnunnar: Einar Hólmgeirsson 7, Ari M. Þorkelsson 4 (2 úr vítum), Starri Friðriksson 4 (1 víti), Egill Magnússon 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Sverrir Eyjólfsson 1 og Finnur Jónsson 1. Í markinu var Sigurður Ólafsson sterkur með 13 skot varin, 1 vítakast.Mörk Vals: Þorgrímur Smári Ólafsson 6, Atli Már Báruson 5, Orri Freyr Gíslason 3, Sveinn Aron Sveinsson 3 (1 víti), Elvar Friðriksson 3, (1 víti), Vignir Stefánsson 3, Ægir Hrafn Jónsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Bjartur Guðmundsson 2, Geir Guðmundsson 1 og Ásbjörn Stefánsson 1 mark. Hlynur Morthens varði 5 skot áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot.Mótið lýkur á laugardaginn með eftirfarandi leikjum: Kl. 10:00 Stjarnan – Akureyri Kl. 11:30 Valur – Fram Kl. 13:30 Fram - Stjarnan Kl. 15:00 Akureyri – Valur
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira