Alonso kaupir hjólreiðalið Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2013 09:15 Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso er búinn að kaupa hjólreiðaliðið Euskaltel-Euskadi fyrir 950 milljónir króna. Alonso er mikill aðdáandi hjólreiða og fyrir utan kappakstur er það hans uppáhalds sport. Fyrir 4 árum síðan ætlaði hann að starta nýju hjólreiðaliði sem byggt yrði kringum landa hans Alberto Contador, sem þá var einn besti hjólreiðamaður heims. Það gekk ekki eftir, en hann hafði greinilega ekki gleymt draumnum um að eignast hjólreiðalið. Euskaltel-Euskadi liðið hafði ekkert gengið að finna kostunaraðila fyrir liðið og allt stefndi í að liðið yrði hreinlega leyst upp. Þá hefði ekki eitt einasta lið verið frá Spáni, sem teljast verður undarlegt í ljósi þess að Spánverjar eiga marga hjólreiðamenn sem eru meðal þeirra allra fremstu í greininni. Spænski bankinn Santander, frá Baskalandi mun einnig styðja við Euskaltel-Euskadi liðið, en enginn veit ennþá hverjir munu skipa liðið á næsta tímabili, né hvort það muni skipta um nafn. Ljóst er þó að liðið mun hjóla á Colnago hjólum. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent
Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso er búinn að kaupa hjólreiðaliðið Euskaltel-Euskadi fyrir 950 milljónir króna. Alonso er mikill aðdáandi hjólreiða og fyrir utan kappakstur er það hans uppáhalds sport. Fyrir 4 árum síðan ætlaði hann að starta nýju hjólreiðaliði sem byggt yrði kringum landa hans Alberto Contador, sem þá var einn besti hjólreiðamaður heims. Það gekk ekki eftir, en hann hafði greinilega ekki gleymt draumnum um að eignast hjólreiðalið. Euskaltel-Euskadi liðið hafði ekkert gengið að finna kostunaraðila fyrir liðið og allt stefndi í að liðið yrði hreinlega leyst upp. Þá hefði ekki eitt einasta lið verið frá Spáni, sem teljast verður undarlegt í ljósi þess að Spánverjar eiga marga hjólreiðamenn sem eru meðal þeirra allra fremstu í greininni. Spænski bankinn Santander, frá Baskalandi mun einnig styðja við Euskaltel-Euskadi liðið, en enginn veit ennþá hverjir munu skipa liðið á næsta tímabili, né hvort það muni skipta um nafn. Ljóst er þó að liðið mun hjóla á Colnago hjólum.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent