Lamborghini bílar eru langt frá því ódýrir og því er tjónið í hvert sinn á við tugi annarra bíla og gera má kröfu um það að svona dýrir bílar séu ekki með þennan leiða ávana. Eigandi þessa Lamborghini bíls var að aka honum eftir M6 hraðbrautinni í Bretlandi þegar vélarrúm hans varð alelda og brann hann síðan allur og er algerlega ónýtur.
Það sem verra var, það þurfti að loka hraðbrautinni í tvo og hálfan klukkutíma á meðan slökkviliðsmenn slökktu í bílnum og honum var komið af vettvangi. Búast má við að ferð tugþúsunda vegfarenda hafi fyrir vikið tafist. Lamborghini bíllinn var af af Murcielago-gerð og kostar yfir 50 milljónir króna í Bretlandi. Sjá má bílinn í miklu eldhafi í myndskeiðinu.
