Þorbergur Aðalsteinsson var mættur á hliðarlínuna á nýjan leik í gærkvöldi þegar Víkingur lagði Þrótt 26-23 í Reykjavíkurmótinu í handbolta.
Víkingur hafði fjögurra marka forskot í hálfleik 14-10 en Þrótturum tókst að jafna í 19-19 um miðjan síðari hálfleikinn. Jafnt var til leiksloka en Víkingur skoraði tvö síðustu mörkin og tryggði sér sigur.
Línumaðurinn Atli Hjörvarsson skoraði fimm mörk fyrir Víking líkt og hornamaðurinn Bjarki Halldórsson. Hjá Þrótti var Leifur Jóhanesson markahæstur með átta mörk, Einar Gauti Ólafsson skoraði sex og Styrmir Sigurðsson fimm. Þá var Anreas Aðalsteinsson í góðum gír í markinu.
Sem fyrr segir var Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrum landsliðsþjálfari, á hliðarlínunni í gærkvöldi. Þorbergur verður aðstoðarmaður Róberts Sighvatssonar með liðið auk þess að þjálfa 2. flokk Víkinga.
Víkingar mörðu sigur á Þrótti
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
