Grilluðu 64 bíla í stað kjöts Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2013 09:45 Það óhapp varð í Frakklandi nýlega að grillveisla fór örlítið úr böndunum og slompaðir grillarar kveiktu óvart í skraufaþurrum akri. Á akrinum stóðu fjöldamargir bílar og komu flestir eigendur þeirra þeim í var, en 64 urðu eldinum að bráð og eru handónýtir. Það þurfti 40 slökkviliðsmenn til að ráða niðurlögum eldsins, auk þess sem klókur bóndi sló akurinn með varnarlínu kringum eldinn svo hann myndi ekki breiðast endalaust út. Er lögreglan hóf leit að sökudólgunum gáfu þeir sig fram, í nokkuð sljóvguðu ástandi, og viðurkenndu að þeir hefðu farið óvarlega með eld og valdið íkveikjunni. Þeirra bíður nú ákæra og að líkum tveggja ára fangelsisvist. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent
Það óhapp varð í Frakklandi nýlega að grillveisla fór örlítið úr böndunum og slompaðir grillarar kveiktu óvart í skraufaþurrum akri. Á akrinum stóðu fjöldamargir bílar og komu flestir eigendur þeirra þeim í var, en 64 urðu eldinum að bráð og eru handónýtir. Það þurfti 40 slökkviliðsmenn til að ráða niðurlögum eldsins, auk þess sem klókur bóndi sló akurinn með varnarlínu kringum eldinn svo hann myndi ekki breiðast endalaust út. Er lögreglan hóf leit að sökudólgunum gáfu þeir sig fram, í nokkuð sljóvguðu ástandi, og viðurkenndu að þeir hefðu farið óvarlega með eld og valdið íkveikjunni. Þeirra bíður nú ákæra og að líkum tveggja ára fangelsisvist.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent