Panamera diesel fær 50 aukahestöfl Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2013 15:45 Porsche Panamera diesel Núverandi útgáfa fjögurra dyra bílsins Porsche Panamera diesel er með 250 hestafl vél. Porsche mun kynna uppfærslu á þeirri vél sem kynnt verður á bílasýningunni í Frankfurt og mun afl hennar aukast um heil 20% og skila 300 hestöflum. Það þýðir að spretturinn í hundraðið tekur bílinn ekki nema 6,0 sekúndur, en er 6,8 með núverandi dísilvél. Hámarkshraðinn eykst frá 243 km/klst í 259 km/klst. Toggeta bílsins eykst líka umtalsvert, togtalan fer úr 550 í 650 Nm og bíllinn getur dregið 2.600 kg aftanívagn. Hvað aflaukningu vélarinnar varðar munar miklu um breyttan sveifarás og stimpla ásamt nýrri vatnskældri forþjöppu og hærri þrýstingi hennar. Nýr Panamera diesel eyðir aðeins 6,4 lítrum pr. 100 km. Dísilútgáfa Panamera er 15% af heildarsölu bílsins þrátt fyrir að hann sé ekki seldur í Bandaríkjunum. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent
Núverandi útgáfa fjögurra dyra bílsins Porsche Panamera diesel er með 250 hestafl vél. Porsche mun kynna uppfærslu á þeirri vél sem kynnt verður á bílasýningunni í Frankfurt og mun afl hennar aukast um heil 20% og skila 300 hestöflum. Það þýðir að spretturinn í hundraðið tekur bílinn ekki nema 6,0 sekúndur, en er 6,8 með núverandi dísilvél. Hámarkshraðinn eykst frá 243 km/klst í 259 km/klst. Toggeta bílsins eykst líka umtalsvert, togtalan fer úr 550 í 650 Nm og bíllinn getur dregið 2.600 kg aftanívagn. Hvað aflaukningu vélarinnar varðar munar miklu um breyttan sveifarás og stimpla ásamt nýrri vatnskældri forþjöppu og hærri þrýstingi hennar. Nýr Panamera diesel eyðir aðeins 6,4 lítrum pr. 100 km. Dísilútgáfa Panamera er 15% af heildarsölu bílsins þrátt fyrir að hann sé ekki seldur í Bandaríkjunum.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent