Lexus hefur hingað til ekki tekið þátt í samkeppninni í þessum flokki bíla, en nú er að verða breyting þar á. Eftir aðeins viku opnar stóra bílasýningin í Frankfurt og þar mun Lexus sýna þennan kantaða og kraftalega jeppling almenningi en hann hefur fengið nafnið LF-NX.
Eins og með flesta Lexus bíla verður þessi jepplingur með Hybrid tækni, en Lexus hefur ekkert látið annað uppi um vélbúnað bílsins. Af myndum að sjá verður ekki minna lagt í innanrými bílsins en ytra útlitið. Lexus heldur sig gríðarstórt grill og kantaður framendinn sver sig verulega í ætt við nýlega breytta fólksbíla Lexus.
Engum sögum fer af fyrirætlaðri framleiðslu bílsins, en títt er að sýna tilraunbíla á bílasýningum til þess að fá viðbrögð og ákvarðanir um framleiðslu eru teknar eftir það. Að bíllinn hafi fengið nafn bendir þó til að í framleiðslu hans verði farið.
