105 ára ekur daglega Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2013 08:45 Sú gamla kát í nýja bílnum sínum. Þeir gerast vart eldri ökumennirnir en hún Edythe Kirchmaier sem býr á Kaliforníu. Hún er orðin 105 ára en ekur samt bíl sínum á hverjum degi við störf sín við mannúðarmál. Edythe hefur ekið bíl í 86 ár og lærði á Ford Model T á sínum tíma. Það eru ekki margir núlifandi sem ekið hafa Ford Model T og hvað þá lært á slíkum bíl. Edythe átti gamlan bíl af árgerð 1997 og hann var farinn að bila mikið. Einhver góðhjartaður sem þekkti til starfa gömlu konunnar ákvað hinsvegar fyrir stuttu að gefa henni glænýjan Honda Civic bíl sem hún nú ekur um allar koppagrundir á hverjum degi í sólinni í Kaliforníu. Með því vildi hinn sami tryggja að hún ynni áfram sín góðu störf, en hann vildi ómögulega að nafns síns yrði getið. Edythe fór nýlega í gegnum endurnýjun á ökuprófi sínu og stóðst allar kröfur sem gerðar eru. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þeir gerast vart eldri ökumennirnir en hún Edythe Kirchmaier sem býr á Kaliforníu. Hún er orðin 105 ára en ekur samt bíl sínum á hverjum degi við störf sín við mannúðarmál. Edythe hefur ekið bíl í 86 ár og lærði á Ford Model T á sínum tíma. Það eru ekki margir núlifandi sem ekið hafa Ford Model T og hvað þá lært á slíkum bíl. Edythe átti gamlan bíl af árgerð 1997 og hann var farinn að bila mikið. Einhver góðhjartaður sem þekkti til starfa gömlu konunnar ákvað hinsvegar fyrir stuttu að gefa henni glænýjan Honda Civic bíl sem hún nú ekur um allar koppagrundir á hverjum degi í sólinni í Kaliforníu. Með því vildi hinn sami tryggja að hún ynni áfram sín góðu störf, en hann vildi ómögulega að nafns síns yrði getið. Edythe fór nýlega í gegnum endurnýjun á ökuprófi sínu og stóðst allar kröfur sem gerðar eru.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira