Misdýrt að eiga bíla í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2013 12:15 Betra er að búa í Oregon en Georgíu er kemur að rekstri bíla. Bílalandið Bandaríkin er greinilega ekki eintóm hamingja fyrir bíleigendur. Það skiptir augljóslega talsverðu máli hvar þú býrð. Til að mynda er nær helmingi dýrara að eiga bíl í Georgíufylki en Oregon. Það kostar hvern bíleiganda í Georgíu nær helmingi meira að reka bíl sinn en þá sem aka um götur Oregon fylkis. Bíleigandi í Georgíu þarf að punga út að meðaltali 4.233 dollar á ári í kostnað við rekstur bíls síns og er þá átt við skatta, viðgerðir, tryggingar, bensín, vegtolla og önnur gjöld. Afskriftir af bílum er ekki meðtaldar. Sami kostnaður í Oregon er 2.204 dollarar. Næst dýrast er að eiga bíl í Kaliforníu (3.966 dollara), þriðja dýrast í Wyoming (3.938), fjórða dýrast í Rhode Island (3.913) og fimmta dýrast í Nevada (3.886). Næst ódýrast er að eiga bíl í Alaska (2.227), svo S-Dakota (2.343), Montana (2.660) og svo Indiana (2.698). Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent
Bílalandið Bandaríkin er greinilega ekki eintóm hamingja fyrir bíleigendur. Það skiptir augljóslega talsverðu máli hvar þú býrð. Til að mynda er nær helmingi dýrara að eiga bíl í Georgíufylki en Oregon. Það kostar hvern bíleiganda í Georgíu nær helmingi meira að reka bíl sinn en þá sem aka um götur Oregon fylkis. Bíleigandi í Georgíu þarf að punga út að meðaltali 4.233 dollar á ári í kostnað við rekstur bíls síns og er þá átt við skatta, viðgerðir, tryggingar, bensín, vegtolla og önnur gjöld. Afskriftir af bílum er ekki meðtaldar. Sami kostnaður í Oregon er 2.204 dollarar. Næst dýrast er að eiga bíl í Kaliforníu (3.966 dollara), þriðja dýrast í Wyoming (3.938), fjórða dýrast í Rhode Island (3.913) og fimmta dýrast í Nevada (3.886). Næst ódýrast er að eiga bíl í Alaska (2.227), svo S-Dakota (2.343), Montana (2.660) og svo Indiana (2.698).
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent