Fundu 6 lík í bílflökum á botni stöðuvatns Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2013 14:45 Bílflökin sem dregin voru upp úr vatninu. Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum voru á venjubundinni æfingu með sónartæki við stöðuvatnið Foss Lake þegar þeir urðu varir við tvö bílflök. Þegar þau voru dregin á þurrt kom í ljós að alls 6 lík, þrjú í hvorum bíl voru í bílflökunum. Í öðrum bílnum, af árgerð 1950, telja lögreglumennirnir að sé par sem saknað hefur verið lengi, en vitað var að þau týndust á leið sinni til Canute rétt uppúr 1960. Hún hefur hinsvegar enga hugmynd um hver þriðji farþeginn í bílnum er. Hinn bíllinn, 1969 árgerð af Chevrolet Camaro, inniheldur líklega, að sögn lögreglunnar, þrjá unglinga sem saknað var í nóvember árið 1970. Unglingarnir voru 18 ára stúlka, 18 og 16 ára piltar. Það sem er kannski einkennilegast við þennan fund er af hverju vatnið var ekki slægt áður í leitinni af öllu þessu fólki og að þau finnist loksins nú. Rannsóknaraðferðir lögreglunnar hafa víst verið frumstæðari þá og hún ekki eins vel tækjum búin og nú er. Þessi fundur hefur nú leyst nokkrar ráðgátur fyrri tíma. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent
Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum voru á venjubundinni æfingu með sónartæki við stöðuvatnið Foss Lake þegar þeir urðu varir við tvö bílflök. Þegar þau voru dregin á þurrt kom í ljós að alls 6 lík, þrjú í hvorum bíl voru í bílflökunum. Í öðrum bílnum, af árgerð 1950, telja lögreglumennirnir að sé par sem saknað hefur verið lengi, en vitað var að þau týndust á leið sinni til Canute rétt uppúr 1960. Hún hefur hinsvegar enga hugmynd um hver þriðji farþeginn í bílnum er. Hinn bíllinn, 1969 árgerð af Chevrolet Camaro, inniheldur líklega, að sögn lögreglunnar, þrjá unglinga sem saknað var í nóvember árið 1970. Unglingarnir voru 18 ára stúlka, 18 og 16 ára piltar. Það sem er kannski einkennilegast við þennan fund er af hverju vatnið var ekki slægt áður í leitinni af öllu þessu fólki og að þau finnist loksins nú. Rannsóknaraðferðir lögreglunnar hafa víst verið frumstæðari þá og hún ekki eins vel tækjum búin og nú er. Þessi fundur hefur nú leyst nokkrar ráðgátur fyrri tíma.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent