Seldist á 1.137 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2013 11:30 Er hægt að tala um slæmt efnahagsástand þegar einhver opnar veskið uppá gátt og kaupir gamlan Alfa Romeo keppnisbíl á 1.137 milljónir króna? Enginn Alfa Romeo bíll hefur gengið kaupum og sölum og hærri verði en þessi bíll og var hann seldur á bílauppboði Goodwood Revival í Bretlandi. Flestir þeir bílar sem farið hafa á stjarnfræðilegar upphæðir hafa þó verið boðnir upp hjá Bonham uppboðshúsinu í Bretlandi. Met var reyndar slegið á þessu ári þar er bíll fór á 3,5 milljarða, en það var Mercedes Benz W196R sem ekið var af Juan Manuel Fangio. Bíllinn sem um ræðir nú er 1935 árgerð af Alfa Romeo Tipo C 8C-35 sem ekið var af Tazio Nuvolari. Hann er eini bíll sinnar tegundar, sem skýrir að einhverju leiti á hvaða verði hann fór. Á þessum bíl vann Nuvolari margar aksturskeppnirnar á árunum fyrir seinna stríð og atti þá mest kappi við silvurörvar Mercedes Benz og Audi. Bíllinn er með 8 strokka vél með kaflablásara. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Er hægt að tala um slæmt efnahagsástand þegar einhver opnar veskið uppá gátt og kaupir gamlan Alfa Romeo keppnisbíl á 1.137 milljónir króna? Enginn Alfa Romeo bíll hefur gengið kaupum og sölum og hærri verði en þessi bíll og var hann seldur á bílauppboði Goodwood Revival í Bretlandi. Flestir þeir bílar sem farið hafa á stjarnfræðilegar upphæðir hafa þó verið boðnir upp hjá Bonham uppboðshúsinu í Bretlandi. Met var reyndar slegið á þessu ári þar er bíll fór á 3,5 milljarða, en það var Mercedes Benz W196R sem ekið var af Juan Manuel Fangio. Bíllinn sem um ræðir nú er 1935 árgerð af Alfa Romeo Tipo C 8C-35 sem ekið var af Tazio Nuvolari. Hann er eini bíll sinnar tegundar, sem skýrir að einhverju leiti á hvaða verði hann fór. Á þessum bíl vann Nuvolari margar aksturskeppnirnar á árunum fyrir seinna stríð og atti þá mest kappi við silvurörvar Mercedes Benz og Audi. Bíllinn er með 8 strokka vél með kaflablásara.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira