Innlent

Ben Stiller hjálpar Of Monsters and Men

Boði Logason skrifar
Ragnar Þórhallsson, annar af tveimur söngvurum sveitarinnar, sést hér klappa á sviði Coachella hátíðinni í Kaliforníu fyrr á þessu ári.
Ragnar Þórhallsson, annar af tveimur söngvurum sveitarinnar, sést hér klappa á sviði Coachella hátíðinni í Kaliforníu fyrr á þessu ári. Mynd/AFP
Dirty Paws lag hljómsveitarinnar Of Monsters and Men hefur náð gríðarlegum vinsældum eftir að það hljómaði undir stiklu myndarinnar The Secret Life of Walter Mitty, sem Ben Stiller tók upp hér landi síðasta sumar.

Á vef Billboard er fjallað um velgengni lagsins. Þar segir að lagið hafi aldrei notað jafn mikilla vinsælda og nú, þrátt fyrir að hafa komið út fyrir einu og hálfi ári síðan.

Þar segir að áður en lagið hljómaði undir stiklunni hafi því verið hlaðið niður um 1000 sinum á viku. En eftir að stiklan kom út hafi því verið hlaðið niður að meðaltali um 6.700 sinnum á viku og í ágúst mánuði hafi þvi verið hlaðið niður 34 þúsund sinnum.

Þá segir einnig að útvarpsstöðin KROQ í Los Angeles í Bandaríkjunum hafi spilað lagið 17 sinnum á einni viku, í lok ágúst.

Auk vinsælda lagsins á tónlistarveitunum þá hafa 4,4 milljónir horft á stikluna úr bíómyndinni.

Útgáfufyrirtæki íslensku hljómsveitarinnar segir að líklegt sé að farið verði í útvarpsherferð með lagið og nýta vinsældirnar til að kynna plötuna ennfrekar.

Bíómyndin The Secret Life of Walter Mitty kemur út um jólin og var tekin að stórum hluta upp hér á landi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×