Mitsubishi selur eigin bréf Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2013 16:45 Mitsubishi Lancer Evolution Þrátt fyrir að japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi stefni í 32% tekjuaukningu á þessu ári er ekki bara sólskin í herbúðum þeirra. Mitsubishi er, samkvæmd stjórnendum þess, á fyrstu stigum endurreisnar fyrirtækisins og til þess að flýta þeim bata hefur verið ákveðið að selja hluta af fyrirtækjum til fjárfesta. Meiningin er að selja hluti að virði 200 milljarða yena, sem samsvarar 244 milljörðum íslenskra króna. Mitsubishi hefur ekki greitt út arð til hluthafa sinna frá árinu 1998 og í því ljósi er ekki sama eftirspurn eftir hlutum í fyrirtækinu og í Apple eða Google. Kaupendur þessara bréfa öðlast ekki atkvæðisrétt í stjórn Mitsubishi, en á móti kemur að ef fyrirtækinu tekst að snúa rekstrinum til betra horfs hækkar virði bréfanna og eigendurnir gætu margfaldað fjárfestingu sína. Tekjuaukning Mitsubishi á þessu ári stafar helst af aukinni eftirspurn eftir bílum þess í Suðaustur Asíu. Lækkun yensins japanska undanfarið og farsælt samstarf við Nissan á Kínamarkaði getur átt þátt í því að snúa við rekstri Mitsubishi. Vonandi verður svo, það væri sannarlega sjónarsviptir af bílaframleiðanda sem framleitt getur eins góðan bíl og Mitsubishi Lancer Evo og hinn ágæta jeppa Pajero. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent
Þrátt fyrir að japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi stefni í 32% tekjuaukningu á þessu ári er ekki bara sólskin í herbúðum þeirra. Mitsubishi er, samkvæmd stjórnendum þess, á fyrstu stigum endurreisnar fyrirtækisins og til þess að flýta þeim bata hefur verið ákveðið að selja hluta af fyrirtækjum til fjárfesta. Meiningin er að selja hluti að virði 200 milljarða yena, sem samsvarar 244 milljörðum íslenskra króna. Mitsubishi hefur ekki greitt út arð til hluthafa sinna frá árinu 1998 og í því ljósi er ekki sama eftirspurn eftir hlutum í fyrirtækinu og í Apple eða Google. Kaupendur þessara bréfa öðlast ekki atkvæðisrétt í stjórn Mitsubishi, en á móti kemur að ef fyrirtækinu tekst að snúa rekstrinum til betra horfs hækkar virði bréfanna og eigendurnir gætu margfaldað fjárfestingu sína. Tekjuaukning Mitsubishi á þessu ári stafar helst af aukinni eftirspurn eftir bílum þess í Suðaustur Asíu. Lækkun yensins japanska undanfarið og farsælt samstarf við Nissan á Kínamarkaði getur átt þátt í því að snúa við rekstri Mitsubishi. Vonandi verður svo, það væri sannarlega sjónarsviptir af bílaframleiðanda sem framleitt getur eins góðan bíl og Mitsubishi Lancer Evo og hinn ágæta jeppa Pajero.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent