Merkel varar Evrópusambandið við Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2013 11:45 Angela Merkel kanslari Þýskalands á bílasýningunni í Frankfurt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var á bílasýningunni í Frankfürt í síðustu viku, eins og reyndar bílablað Fréttablaðsins. Þar hélt hún tölu sem eftir var tekið og varaði í henni Evrópusambandið við að setja þýskum bílaframleiðendum of strangar reglur um meðaltalslosun koltvísýrings fyrir komandi ár. Hjá Evrópusambandinu liggur einmitt fyrir tillaga sem setur mörk CO2 mengunar við 95 g/km fyrir árið 2020. Mörkin sem sett voru síðast og tóku gildi í fyrra miða við 132,4 g/km. Merkel hefur beitt áhrifum sínum innan Evrópusambandsins og neitar að samþykkja þessa tillögu með þeim rökum að hún gangi of langt og sé beinlínis hættuleg fyrir bílaiðnaðinn. Merkel sagði ennfremur að Evrópu verði að lærast að álfan sé ekki einangruð frá restinni af jörðinni og að gera verði evrópskum fyrirtækjum kleift að ná árangri í samkeppni við lönd annarra heimsálfa. Þessi tillaga gangi ekki í takt við það og væri langt umfram það sem stjórnir annarra bílaframleiðslulanda settu sínum bílaframleiðendum. Forstjórar þýsku bílaframleiðendanna voru henni mjög sammála og töldu að afdrif þeirra fyrirtækja ættu ekki að ráðast við borð hinna háu herra í Brussel. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var á bílasýningunni í Frankfürt í síðustu viku, eins og reyndar bílablað Fréttablaðsins. Þar hélt hún tölu sem eftir var tekið og varaði í henni Evrópusambandið við að setja þýskum bílaframleiðendum of strangar reglur um meðaltalslosun koltvísýrings fyrir komandi ár. Hjá Evrópusambandinu liggur einmitt fyrir tillaga sem setur mörk CO2 mengunar við 95 g/km fyrir árið 2020. Mörkin sem sett voru síðast og tóku gildi í fyrra miða við 132,4 g/km. Merkel hefur beitt áhrifum sínum innan Evrópusambandsins og neitar að samþykkja þessa tillögu með þeim rökum að hún gangi of langt og sé beinlínis hættuleg fyrir bílaiðnaðinn. Merkel sagði ennfremur að Evrópu verði að lærast að álfan sé ekki einangruð frá restinni af jörðinni og að gera verði evrópskum fyrirtækjum kleift að ná árangri í samkeppni við lönd annarra heimsálfa. Þessi tillaga gangi ekki í takt við það og væri langt umfram það sem stjórnir annarra bílaframleiðslulanda settu sínum bílaframleiðendum. Forstjórar þýsku bílaframleiðendanna voru henni mjög sammála og töldu að afdrif þeirra fyrirtækja ættu ekki að ráðast við borð hinna háu herra í Brussel.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira