Merkel varar Evrópusambandið við Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2013 11:45 Angela Merkel kanslari Þýskalands á bílasýningunni í Frankfurt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var á bílasýningunni í Frankfürt í síðustu viku, eins og reyndar bílablað Fréttablaðsins. Þar hélt hún tölu sem eftir var tekið og varaði í henni Evrópusambandið við að setja þýskum bílaframleiðendum of strangar reglur um meðaltalslosun koltvísýrings fyrir komandi ár. Hjá Evrópusambandinu liggur einmitt fyrir tillaga sem setur mörk CO2 mengunar við 95 g/km fyrir árið 2020. Mörkin sem sett voru síðast og tóku gildi í fyrra miða við 132,4 g/km. Merkel hefur beitt áhrifum sínum innan Evrópusambandsins og neitar að samþykkja þessa tillögu með þeim rökum að hún gangi of langt og sé beinlínis hættuleg fyrir bílaiðnaðinn. Merkel sagði ennfremur að Evrópu verði að lærast að álfan sé ekki einangruð frá restinni af jörðinni og að gera verði evrópskum fyrirtækjum kleift að ná árangri í samkeppni við lönd annarra heimsálfa. Þessi tillaga gangi ekki í takt við það og væri langt umfram það sem stjórnir annarra bílaframleiðslulanda settu sínum bílaframleiðendum. Forstjórar þýsku bílaframleiðendanna voru henni mjög sammála og töldu að afdrif þeirra fyrirtækja ættu ekki að ráðast við borð hinna háu herra í Brussel. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var á bílasýningunni í Frankfürt í síðustu viku, eins og reyndar bílablað Fréttablaðsins. Þar hélt hún tölu sem eftir var tekið og varaði í henni Evrópusambandið við að setja þýskum bílaframleiðendum of strangar reglur um meðaltalslosun koltvísýrings fyrir komandi ár. Hjá Evrópusambandinu liggur einmitt fyrir tillaga sem setur mörk CO2 mengunar við 95 g/km fyrir árið 2020. Mörkin sem sett voru síðast og tóku gildi í fyrra miða við 132,4 g/km. Merkel hefur beitt áhrifum sínum innan Evrópusambandsins og neitar að samþykkja þessa tillögu með þeim rökum að hún gangi of langt og sé beinlínis hættuleg fyrir bílaiðnaðinn. Merkel sagði ennfremur að Evrópu verði að lærast að álfan sé ekki einangruð frá restinni af jörðinni og að gera verði evrópskum fyrirtækjum kleift að ná árangri í samkeppni við lönd annarra heimsálfa. Þessi tillaga gangi ekki í takt við það og væri langt umfram það sem stjórnir annarra bílaframleiðslulanda settu sínum bílaframleiðendum. Forstjórar þýsku bílaframleiðendanna voru henni mjög sammála og töldu að afdrif þeirra fyrirtækja ættu ekki að ráðast við borð hinna háu herra í Brussel.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent