Suzuki innkallar 194.000 bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 13:15 Suzuki Grand Vitara Suzuki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að innkalla bíla af gerðunum Grand Vitara og Suzuki SX-4 framleiddum á árunum 2007 til 2011. Ástæðan er galli í skynjurum fyrir öryggispúða þeirra í farþegasætinu frammí. Skynjarinn á að lesa hvort það er barn eða fullorðinn í því sæti og ekki springa út ef að áreksri kemur og barn situr í sætinu. Bilunin veldur því að hann springur út hvort sem það er léttur eða þungur einstaklingur sem situr í sætinu. Suzuki tekur fram að engin dauðaslys né önnur slys hafi orðið af þessum völdum. Innkallanirnar hefjast í október. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr hefur Suzuki dregið sig frá Bandaríkjunum í sölu nýrra bíla sinna, en nóg er þó til af bílum Suzuki í landinu, eins og sést á tölunum. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent
Suzuki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að innkalla bíla af gerðunum Grand Vitara og Suzuki SX-4 framleiddum á árunum 2007 til 2011. Ástæðan er galli í skynjurum fyrir öryggispúða þeirra í farþegasætinu frammí. Skynjarinn á að lesa hvort það er barn eða fullorðinn í því sæti og ekki springa út ef að áreksri kemur og barn situr í sætinu. Bilunin veldur því að hann springur út hvort sem það er léttur eða þungur einstaklingur sem situr í sætinu. Suzuki tekur fram að engin dauðaslys né önnur slys hafi orðið af þessum völdum. Innkallanirnar hefjast í október. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr hefur Suzuki dregið sig frá Bandaríkjunum í sölu nýrra bíla sinna, en nóg er þó til af bílum Suzuki í landinu, eins og sést á tölunum.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent