HK úr Kópavogi tryggði sér í dag sæti í næstefstu deild karla í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Aftureldingu í Fagralundi.
Gestirnir komust yfir eftir fjórar mínútur en HK-ingar svöruðu með fjórum mörkum. HK situr í efsta sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina. Liðið hefur 40 stig en KV 39 stig og Grótta 37 stig.
KV vann 3-2 sigur á Sindra á Hornafirði í dag en Grótta vann 4-0 sigur á Hetti. KV og Grótta mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í 1. deild annan laugardag. Fyrir vikið getur aðeins annað liðið náð HK að stigum.
Tapið hjá Aftureldingu gerið út um möguleika liðsins á sæti í 1. deild. Liðið hefur 36 stig í fjórða sæti og getur ekki náð öðru tveggja efstu sætanna.
