Viðureignir Novak Djokovic og Rafael Nadal hafa í gegnum tíðina verið ótrúlegar og hreint augnakonfekt fyrir áhorfendur.
Þessir tveir mættust í úrslitaleiknum á Opna bandaríska meistaramótinu í New York í gær og hafði Nadal betur.
Í leiknum í gær kom upp magnað atvik þegar þessir kappar slógu 54 sinnum í boltann áður en Djokovic náði í stigið.
Með ólíkindum að fylgjast með þessum tveim spila en hægt er að sjá myndband af atvikinu frá því í nótt hér að ofan.
Þessir tveir mættust í úrslitaviðureigninni á Opna ástralska meistaramótinu árið 2012 og þá léku þeir í tæplega sex klukkustundir eða fimm klukkustundir og 53 mínútur sem en er heimsmet.
Ótrúlegur leikur milli Nadal og Djokovic
Stefán Árni Pálsson skrifar