Naut ruglast á mótorhjóli og kú Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2013 08:45 Vonbrigði nautsins sem hér sést hafa fyrir víst verið mikil. Eins og flest önnur naut ætlaði það að sinna náttúrlegri skyldu sinni og fjölga í eigin stofni. Ekki verður þó fallegur kálfur til í þetta sinn. Nautið hélt að þar færi bærileg kú en reyndin var sú að þar fór álitlegt mótorhjól. Skondnar eru aðfarir nautsins er það hnusar fyrst að stýri hjólsins, röltir síðan aftur fyrir það og prílar svo aftan á það fullt áhuga og ákveðið í að sinna skyldu sinni. Við það fellur hjólið og vonbrigðin og undrun nautsins þess meiri. Vonandi tekst betur til við næstu sæðingu þessa duglega nauts. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent
Vonbrigði nautsins sem hér sést hafa fyrir víst verið mikil. Eins og flest önnur naut ætlaði það að sinna náttúrlegri skyldu sinni og fjölga í eigin stofni. Ekki verður þó fallegur kálfur til í þetta sinn. Nautið hélt að þar færi bærileg kú en reyndin var sú að þar fór álitlegt mótorhjól. Skondnar eru aðfarir nautsins er það hnusar fyrst að stýri hjólsins, röltir síðan aftur fyrir það og prílar svo aftan á það fullt áhuga og ákveðið í að sinna skyldu sinni. Við það fellur hjólið og vonbrigðin og undrun nautsins þess meiri. Vonandi tekst betur til við næstu sæðingu þessa duglega nauts.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent