Það sló í brýnu á milli stuðningsmanna AIK og Djurgården á dögunum. Slagsmálin áttu sér stað á lestarstöð.
Lögreglan mætti á svæðið og reyndi að svæla bullurnar í burtu. Var meðal annars brugðið á það ráð að setja rúllustiga á fullan hraða.
Það útspil kom bullunum í opna skjöldu og þeir áttu fótum sínum fjör að launa í rúllustiganum hraðskreiða. Þetta atvik má sjá hér að neðan.