Borga 90 milljarða vegna verðsamráðs Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2013 17:59 Starfsmenn í bílaverksmiðju Chrysler Í vikunni var kveðinn upp dómur gegn níu japönskum fyrirtækjum sem framleiða íhluti í bíla vegna verðsamráðs. Voru þau dæmd til að greiða 90 milljarða króna vegna brota sinna. Fyrirtækin níu höfðu sín á milli ákveðið verð íhlutanna sem þau síðan seldu mörgum af þekktari bílaframleiðendum heimsins. Þau eru Toyota, Honda, Mitsubishi, Nissan, Subaru, Ford, Chrysler og General Motors. Gríðarleg viðskipti eru að baki þessa samráðs og er virði þeirra íhluta sem seldir voru þessum bílafyrirtækjum ríflega 600 milljarðar króna. Stjórnendur íhlutframleiðendanna eru í slæmum málum en ekki er búið að kveða upp refsidóma þeirra, eingöngu sektarupphæð fyrirtækjanna. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent
Í vikunni var kveðinn upp dómur gegn níu japönskum fyrirtækjum sem framleiða íhluti í bíla vegna verðsamráðs. Voru þau dæmd til að greiða 90 milljarða króna vegna brota sinna. Fyrirtækin níu höfðu sín á milli ákveðið verð íhlutanna sem þau síðan seldu mörgum af þekktari bílaframleiðendum heimsins. Þau eru Toyota, Honda, Mitsubishi, Nissan, Subaru, Ford, Chrysler og General Motors. Gríðarleg viðskipti eru að baki þessa samráðs og er virði þeirra íhluta sem seldir voru þessum bílafyrirtækjum ríflega 600 milljarðar króna. Stjórnendur íhlutframleiðendanna eru í slæmum málum en ekki er búið að kveða upp refsidóma þeirra, eingöngu sektarupphæð fyrirtækjanna.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent