OB frá Óðinsvé er komið áfram í danska bikarnum eftir 2-0 útisigur á FC Svendborg í 3. umferðinni í dag.
Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði allan leikinn í vinstri bakverðinum hjá OB.
Bæði mörk OB komu með mínútu millibili í fyrri hálfleiknum. Mustafa Abdellaoue skoraði það fyrra á 35. mínútu og Rasmus Falk bætti við öðru á 36. mínútu.
Með þessum sigri er OB komið í sextán liða úrslit danska bikarsins en liðið var slegið út úr átta liða úrslitunum í fyrra og vann bikarinn síðast árið 2007.
Ari Freyr og OB áfram í bikarnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
