Körfuknattleikskappinn Kobe Bryant kom við á Keflavíkurflugvelli í gær á leið sinni til Dubai.
Kobe var með fjölskyldu sinni í einkaflugvél sem tók stutt stopp í Leifsstöð að því er Víkurfréttir greina frá.
Nokkrir gripu tækifærið og fengu mynd af sér með körfuknattleikskappanum. Meðal þeirra sem gripu gæsina var Bjarni Ragnarsson, starfsmaður IGS og fyrrum leikmaður Keflavíkur. Myndina má sjá á vef Víkurfrétta.
Annar góður kappi fékk mynd af sér með Kobe en hana má sjá hér.
Kobe Bryant á Klakanum

Mest lesið





Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


