Mikið var um vel klætt fólk á tískuvikunni í Mílanó.
"Milan Fashion Week fer senn að ljúka og því finnst mér við hæfi að ég pósti nokkrum street style myndum frá hátíðinni," skrifar Ása Regins, tískubloggari á Trendnet.is sem er búsett á Ítalíu.
Tískuvikan í Mílanó er sú þriðja í röðinni til að sýna vor-og sumartískuna fyrir árið 2014 og er ekki annað að sjá af myndunum að það sé enn sól og sumar á Ítalíu.
Götutísku alþjóðlegu tískuviknanna er yfirleitt alveg jafn skemmtilegt að skoða og það sem gerist á tískupöllunum sjálfum.
"Ég vona að þið sjáið einhverja skemmtilega stemningu í myndunum en ég reyndi að velja þær og setja þær saman þannig að þið fáið að njóta smá ítalskrar menningar og fegurðar með mér."