Icewear styrkir Þjóðhátíð Icewear er áfram einn af aðalstyrktaraðilum Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Lífið samstarf 30.7.2025 11:25
Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr „Ég á margar flíkur sem mér þykir vænt um en sú sem ég held mest upp á er Juicy Couture galli sem besti vinur minn Jón Breki átti. Hann var með flottasta fatastíl sem ég hef séð, var skærasta stjarnan í herberginu og óttaðist aldrei að taka pláss,“ segir hin 21 árs gamla Dúa Landmark. Tíska og hönnun 30.7.2025 07:02
Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen. Lífið 29.7.2025 19:14
Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Ég elska að klæða mig upp. Það er einn skemmtilegasti hluti dagsins og er mín leið til að vera skapandi og prófa eitthvað nýtt,“ segir tískudrottningin Daníella Saga Jónsdóttir sem kemur sömuleiðis úr mikilli hátískufjölskyldu. Hún ræddi við blaðamann um fataskápinn og persónulegan stíl. Tíska og hönnun 24. júlí 2025 07:00
„Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ „Eftir því sem maður eldist þá lærir maður betur hvað klæðir mann og pikkar út það sem hentar manni,“ segir Gerður G. Árnadóttir, miðbæjarmeyja með sveitahjarta. Hún hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku og er einstakur fagurkeri en Gerður ræddi við blaðamann um persónulegan stíl og fataskápinn. Tíska og hönnun 21. júlí 2025 20:03
Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Frakki úr íslensku fiskileðri fyrirtækisins Nanna Lín birtist í annað sinn í breska tískutímaritinu Vogue nú á dögunum. Er um að ræða samstarfsverkefni á milli Sigrúnar Bjarkar Ólafsdóttir og Nanna Lín teymisins sem virðist vekja athygli víða um tískuheiminn. Tíska og hönnun 16. júlí 2025 11:33
Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi „Þegar ég var yngri var ég mun ævintýragjarnari en núna,“ segir tónlistarkonan Vaka Agnarsdóttir sem hefur vakið mikla athygli sem söngkona sveitarinnar Inspector Spacetime. Vaka eyðir ekki miklum tíma í að spá í tískuna og velur alltaf þægindi fram yfir annað en er með einstakan og ofurtöff stíl. Tíska og hönnun 15. júlí 2025 20:00
Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Stórstjarnan Rihanna heldur áfram að slá met fyrir einhvern flottasta meðgöngustíl sem sést hefur. Söngkonan sem á von á sínu þriðja barni með rapparanum A$AP Rocky er þekkt fyrir stórglæsilegan stíl og virðist njóta þess enn betur að klæða sig upp á meðgöngunni. Tíska og hönnun 15. júlí 2025 16:06
Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian „Það er alveg sturlað að sjá þetta,“ segir förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir sem er búsett í Los Angeles og sá um förðun fyrir nýjustu tískulínu stórstjörnunnar Kim Kardashian. Tíska og hönnun 15. júlí 2025 12:23
Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Loðin kanínulaga tuskudýr með illkvittinn svip ráða um þessar mundir ríkjum í netheimum og leikfangaframleiðandi úti í heimi malar á því gull. Dýrin heita einkennilegu nafni, Labubu, en til hvers eru þau og hvers vegna virðist alla og ömmu þeirra langa í þau? Tíska og hönnun 12. júlí 2025 07:02
Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Hin upprunalega Birkin taska, framleidd af tískuhúsinu Hermés, var seld á 8,6 milljónir evra á uppboði í París á dögunum, sem samsvarar um 1,2 milljörðum íslenskra króna. Taskan er dýrasti fylgihluturinn sem seldur hefur verið á uppboði í Evrópu. Tíska og hönnun 11. júlí 2025 10:04
„Best að vera allsber úti í náttúrunni“ „Ég keypti kanínuhúfu í Eistlandi sem hjálpaði mér að sigrast á óttanum við álit annarra,“ segir hlaðvarpsstjórnandinn, lífskúnstnerinn og kakókastalaprinsinn Helgi Jean Claessen. Hann fer svo sannarlega eigin leiðir í lífinu og klæðaburði sömuleiðis og ræddi við blaðamann um sinn persónulega stíl. Tíska og hönnun 9. júlí 2025 07:01
Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman „Við gerðum þetta á frekar óhefðbundinn hátt og vorum bæði mjög ánægð með þá ákvörðun,“ segir tískugyðjan nýgifta Helga Jóhannsdóttir. Helga, sem starfar sem þjónustufulltrúi hjá Snæfellsbæ, giftist ástinni sinni Magnúsi Darra Sigurðssyni skipstjóra í einstaklega fallegu sveitabrúðkaupi. Blaðamaður ræddi við hana um þennan draumadag. Lífið 8. júlí 2025 07:03
Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Á sumarsólstöðum opnaði hönnuðurinn Erna Bergmann dyrnar að Swimslow-rými í Aðalstræti 9. Swimslow hefur síðustu ár hannað sundföt, vellíðunarvörur og viðburði en stækkar nú heiminn og opnar hönnunarstúdíó og upplifunarrými í hjarta Reykjavíkur. Tíska og hönnun 7. júlí 2025 20:00
Ofboðslega falleg berskjöldun „Fyrir mér þýðir þetta bara að ég sé að fylgja sjálfri mér og gera það sem ég elska að vera gera,“ segir fjöllistakonan Bryndís Magnúsdóttir sem var að opna sína fyrstu einkasýningu. Menning 7. júlí 2025 18:03
Var orðið að spurningu um líf og dauða „Mér fannst ég ekki nógu grönn til að vera með átröskun sem lýsir því hvað ég var á vondum stað. Svo fannst mér svo mikil klisja að hafa farið út að vinna sem módel og komið heim með átröskun. En þetta er svo ruglað, ég var fimmtán ára þegar ég fékk að heyra fyrst að ég þyrfti að grenna mig ef ég vildi vinna úti,“ segir fyrirsætan og tölvunarfræðingurinn Liv Benediktsdóttir. Lífið 5. júlí 2025 07:02
Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Húrra Reykjavík, ein heitasta tísku- og lífsstílsverslun landsins, hefur ráðið til sín nýjan framkvæmdarstjóra. Sá er viðskiptafræðingur og mikill tískuáhugamaður og heitir Marteinn Högni Elíasson. Tíska og hönnun 2. júlí 2025 13:01
„Núna þori ég miklu meira“ Tískuskvísan og pílates pæjan Friðþóra vinnur sem þjálfari hjá World Class og er nær undantekningarlaust óaðfinnanleg til fara, enda alltaf haft áhuga á klæðaburði. Friðþóra er í sambúð með tónlistarmanninum Patrik Atlasyni og eru þau bæði óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali en Friðþóra ræddi við blaðamann um tískuna og hennar persónulega stíl. Tíska og hönnun 2. júlí 2025 07:03
Djöfullinn klæðist Prada á ný Meryl Streep mun bregða sér aftur í hlutverk tískuritstjórans Miröndu Priestly í framhaldi rómantísku-gamanmyndarinnar frá 2006 um djöfulinn sem klæðist Prada. Framhaldið kemur í maí 2026 og munu allar aðalpersónurnar snúa aftur auk nýrra andlita. Bíó og sjónvarp 1. júlí 2025 10:28
Árin hjá Spotify ævintýri líkust „Það var svolítið stórt stökk að vera allt í einu fluttur til London og farinn að vinna hjá Spotify. Þú þarft að hafa mikinn kjark og trúa að þú sért nógu góður en loddaralíðanin er alltaf smá óumflýjanleg,“ segir hönnuðurinn Orri Eyþórsson. Orri hefur komið víða við í heimi hönnunar og búið meira og minna erlendis síðastliðinn áratug. Hann er fluttur til Íslands og farinn að starfa hjá Reon eftir ævintýrarík ár hjá risafyrirtækinu Spotify en hann ræddi við blaðamann um þessi ævintýri. Lífið 1. júlí 2025 07:03
„Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Sigga langaði í sveitabrúðkaup og mig langaði að vera í fallegum hælum og skvísa yfir mig svo við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu á fyrsta degi. En svo fórum við til Ibiza í fyrsta skipti í september í fyrra og urðum ástfangin af eyjunni,“ segir búningahönnuðurinn og myndlistarkonan Sylvía Lovetank sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sigga Kjartan leikstjóra og boozbónda í brúðkaupi á Ibiza á dögunum. Blaðamaður ræddi við Sylvíu um ævintýrið. Lífið 30. júní 2025 07:02
„Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Konráð Eggertsson lærði að prjóna í fyrrasumar, þá 81 árs gamall, og hefur ekki hætt síðan. Fyrst prjónaði hann peysu á sig, síðan á syni sína tvo og næst eru það dæturnar. Prjónaskapurinn hafi komið honum sjálfum og allri fjölskyldunni á óvart. Tíska og hönnun 29. júní 2025 13:21
Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Breska tískudrottningin Anna Wintour mun stíga til hliðar sem ritstjóri tímaritsins American Vogue eftir 37 ár í starfi. Lífið 26. júní 2025 22:04
Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum „Þetta var súrrealísk upplifun sem fór langt fram úr öllum væntingum,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, betur þekkt sem Heiða. Hún skellti sér á mjög svo einstakan viðburð í Versölum fyrir utan París nú á dögunum. Lífið 26. júní 2025 07:04