Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar kvenna í körfubolta í dag en Snæfell vann öruggan sigur á Njarðvík 85-61.
Keflavíkingar unnu Hamarsstúlkur 92-70 og Haukar unnu KR 61-44 í DHL-höllinni vestur í bæ. Chynna Unique Brown var frábær í liði Snæfells og skoraði hún 30 stig og tók 12 fráköst.
Jasmine Beverly gerði fimmtán stig fyrir Njarðvíkinga sem sáu aldrei til sólar í leiknum. Porsche Landry var atkvæðamest fyrir Keflavík gegn Hamar með 24 stig.
Snæfell rúllaði yfir Njarðvík í Lengjubikarnum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn


Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa
Körfubolti

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn



Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum
Enski boltinn
