Guðjón Baldvinsson átti mikinn þátt í gríðarlega mikilvægum sigri Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Halmstad vann þá 1-0 sigur á Öster á útivelli. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir Halmstad í fallbaráttu sænsku deildarinnar.
Mikael Boman skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu eftir stoðsendingu frá Guðjón Baldvinssyni. Þetta var fjórða stoðsending Guðjóns í sænsku deildinni á tímabilinu en hann hefur skorað þrjú mörk sjálfur.
Halmstad var búið að tapa 0-1 í tveimur leikjum í röð og átti á hættu á því að missa Öster langt fram úr sér með tapi í þessum leik. Öster situr samt áfram í síðasta örugga sæti deildarinnar.
Halmstad er sem fyrr í þriðja neðsta sæti deildarinnar en nú er liðið aðeins einu stigi á eftir Öster. Liðið í þriðja neðsta sætinu fer í umspil við lið úr b-deildinni um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Halmstad er ennfremur með þriggja stiga forskot á Brommapojkarna sem er með lakara markahlutfall en á leik inni um helgina.
Guðjón fékk heiðursskiptingu tveimur mínútum fyrir leikslok en Kristinn Steindórsson sat hinsvegar allan tímann á bekknum hjá Halmstad.
Guðjón lagði upp sigurmark Halmstad
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

