Fjölnir vann 1. deildina | Víkingur Reykjavík fylgdi í Pepsi deildina Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. september 2013 00:01 Hjörtur Hjartarson og Ólafur Þórðarson eftir leikinn. mynd / Fésbókarsíða Hjartar Fjölnismenn gengu í gegnum sannkallaða rússíbanareið í 3-1 sigri á Leikni í dag. Manni færri síðustu 40 mínútur leiksins sneru þeir stöðunni 0-1 í 3-1 og tryggðu sæti sitt í Pepsi deildinni. Það var mikil spenna fyrir leiki dagsins, alls 5 lið gátu komist upp og var spenna fram á lokamínútur. Fjölnismenn lentu í töluverðu mótlæti í Breiðholti, Leiknismenn náðu forskotinu í fyrri hálfleik og varð verkefnið ekki auðveldara þegar Þórir Guðjónsson fékk rautt. Hinir 10 leikmenn Fjölnis tóku sig hinsvegar saman, skoruðu þrjú mörk og unnu verðskuldaðan sigur. Víkingur Reykjavík lenti einnig í hremmingum í Laugardalnum. Þróttur Reykjavík tók forskotið í fyrri hálfleik en góður 5 mínútna kafli í seinni hálfleik þar sem Pape Mamadou Faye skoraði tvö mörk og tryggði sæti í Pepsi deildinni á næsta ári. Haukar kláruðu sitt verkefni þegar þeir unnu 7-0 sigur á Húsavík en það reyndist ekki nóg, markatalan hjá Víkingum var betri og tryggði sæti þeirra í deild þeirra bestu á næsta ári. Í Grindavík kláruðu heimamenn sitt verkefni, þeir unnu 2-1 sigur á KA en úrslit liða í kringum þá gerði það að verkum að þeir féllu niður í fjórða sæti. BÍ/Bolungarvík vann góðan sigur á Tindastól en sitja í fimmta sæti. Fyrir leikinn eygðu þeir litla von um sæti í Pepsi deildinni en úrslit annarra liða gerði út um þá möguleika. Einnig var háspenna í 2. deildinni, KV og Grótta mættust í sannkölluðum úrslitaleik upp á hvort liðið kæmist upp í 1. deild. Gestirnir náðu forskotinu í fyrri hálfleik en KV jafnaði fljótlega og hélt jafnteflinu sem tryggði sæti þeirra í 1. deild á næsta ári. Hægt er að sjá textalýsingu hér fyrir neðan.Lokastaðan í 1. deild: L U J T Mörk Stig 1. Fjölnir 22 13 4 5 38:24 43 2. Víkingur R. 22 12 6 4 56:28 42 3. Haukar 22 12 6 6 49:29 42 4. Grindavík 22 13 3 4 51:32 42 5. BÍ/Bolungarv 22 13 1 8 47:39 40 6. KA 22 9 5 8 38:31 32 7. Leiknir R. 22 9 5 8 36:31 32 8. Selfoss 22 8 3 11 44:38 27 9. Tindastóll 22 6 7 9 29:40 25 10. Þróttur 22 7 2 13 26:36 23 11. KF 22 5 6 11 25:41 21 12. Völsungur 22 0 2 20 15:85 294. mínúta: KV heldur út og tryggir sæti sitt í fyrstu deild. Ótrúlegt afrek en liðið var stofnað fyrir aðeins 9 árum og er komið upp í fyrstu deild. Til hamingju KV. 94. mínúta: Víkingur heldur þetta út ! Víkingur Reykjavík fylgir Fjölni í Pepsi deild karla á næsta tímabili. Þrátt fyrir hetjulega tilraun Hauka tryggði markatalan Víkingum sæti í Pepsi deildinni. Til hamingju Víkingur. 93. mínúta: Búið að flauta af í Breiðholtinu, 3-1 sigur Fjölnismanna staðreynd og þeir sigra 1. deildina með sigrinum og fara upp í Pepsi deildina á næsta tímabili. Til hamingju Fjölnismenn. 92. mínúta: Ennþá jafnt í leik KV og Gróttu, ná Vesturbæingar að halda þetta út? 92. mínúta: Fjölnismenn að gulltryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta ári, komnir 3-1 yfir í Breiðholti. 90. mínúta: Búið að flauta leikinn af í Grindavík, þeir kláruðu verkefni sitt og verða nú að bíða og vona eftir tíðindum úr Breiðholtinu eða Laugardalnum. 85. Mínúta: Mismunandi milli leikja hversu mikið er eftir, í Grindavík eru heimamenn að sigla sigrinum heim þegar komið er í uppbótartíma. Á Valbjarnarvelli leiða gestirnir ennþá en það eru 5 mínútur eftir af venjulegum leiktíma. 77. mínúta: Ótrúlegar lokamínútur framundan, Haukar komast í 7-0 á Húsavík og komast í annað sætið á markatölu en örfáum sekúndum síðar komast Fjölnismenn yfir í Breiðholtinu og komast í fyrsta sætið. Það eru spennandi lokamínútur framundan. 75. mínúta: Það eru ekki bara tíðindi úr Laugardalnum, 10 leikmenn Fjölnis eru búnir að jafna upp í Breiðholti. Þeir þurfa hinsvegar stigin þrjú þar sem Víkingur, Haukar og Grindavík eru öll að vinna sína leiki. 74. mínúta: Víkingur nær forskotinu! Pape Mamadou Faye að skora annað mark sitt á aðeins 5 mínútum. 69. mínúta: Víkingur að jafna á Valbjarnarvelli! Þeir þurfa hinsvegar annað mark eða jöfnunarmark í Grindavík. 65. mínúta: Akureyringar að minnka muninn í Grindavík, fáum við spennandi lokamínútur þar? 55. mínúta: Er sumarið að fjara undan hjá Fjölnismönnum? Þeir eru að tapa 1-0 gegn Leikni og voru að fá rautt spjald og verða því manni færri síðustu mínútur leiksins. 53. mínúta: Grindvíkingar virðast ætla að klára sitt verkefni, þeir eru komnir 2-0 yfir gegn KA í Grindavík. Þeir verða hinsvegar að treysta á tap eða jafntefli hjá annaðhvort Víking eða Fjölni. 50. mínúta: Leikmenn Hauka eru ekkert á því að hætta, komnir 5-0 yfir á Húsavík. Þeim vantar enn 9 mörk til að ná markatölu Víkings. Hálfleikstölur: Fjölnir og Víkingur bæði að tapa leikjunum sínum en hafa 45 mínútur til að breyta stöðunni. Í annarri deildinni er jafnt hjá KV og Gróttu. 45. mínúta: Eins og staðan er núna í leikjunum eru Gríndvíkingar og Haukar á leiðinni upp. Ótrúleg spenna.42. mínúta. Haukar að ganga frá Völsungi. 4-0.33. mínúta: 3-0 fyrir Hauka.32. mínúta: Leiknismenn eru komnir yfir gegn Fjölni 1-0. Kemst Fjölnir ekki upp? Magnað ef það gerist.30. mínúta: Haukar komnir í 2-0 gegn Völsungi.27. mínúta: Staðan er enn 0-0 í leik Leiknis og Fjölnis.21. mínúta: Þróttur R. er komið yfir gegn Víkingi. Óvænt staða í Laugardalnum.14. mínúta: BÍ/Bolungarvík búnir að ná forskotinu á Sauðárkróki. Á sömu mínútu skorar Grótta í Vesturbænum. 10. mínúta: Fjallabyggð að skora á Selfossi en þeir eru fallnir og Selfyssingar geta ekki komist ofar en áttunda sæti svo það er að litlu að keppa þar í dag. Enn markalaust í hinum leikjunum. 3. mínúta: Fyrsta mark dagsins komið, Haukar eru komnir yfir á Húsavík. Leikmenn Hauka vita að markatalan gæti skorið úr um hvaða lið fara upp svo þeir eru eflaust ekki hættir. 1. mínúta: Flautað hefur verið til leiks í öllum leikjum! Fyrir leikina: Grindavík er eina liðið af þessum fimm sem getur tryggt sig upp sem er á heimavelli en Grindvíkingar fá KA-menn í heimsókn. Topplið Fjölnis heimsækir Leikni í Breiðholtið.Fyrir leikina: Fjölnir og Víkingur eru einu liðin sem tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni með sigri í dag. Fjölnir er með eins stigs forskot í toppsætinu og Víkingar hafa langbestu markatöluna af þeim liðum (Víkingar, Grindavík og Haukar) sem eru með 39 stig í 2. til 4. sæti.Fyrir leikina: Það er einnig gríðarleg spenna í 2. deild karla, í Vesturbænum tekur KV á móti Gróttu í nágrannaslag. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur upp á hvort liðið færi sæti í 1. deild á næsta ári. Heimamönnum dugar jafntefli en þeir eru taplausir á heimavelli í sumar. Upplýsingar um markaskorara verða fengnar frá urslit.net. Íslenski boltinn Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Fjölnismenn gengu í gegnum sannkallaða rússíbanareið í 3-1 sigri á Leikni í dag. Manni færri síðustu 40 mínútur leiksins sneru þeir stöðunni 0-1 í 3-1 og tryggðu sæti sitt í Pepsi deildinni. Það var mikil spenna fyrir leiki dagsins, alls 5 lið gátu komist upp og var spenna fram á lokamínútur. Fjölnismenn lentu í töluverðu mótlæti í Breiðholti, Leiknismenn náðu forskotinu í fyrri hálfleik og varð verkefnið ekki auðveldara þegar Þórir Guðjónsson fékk rautt. Hinir 10 leikmenn Fjölnis tóku sig hinsvegar saman, skoruðu þrjú mörk og unnu verðskuldaðan sigur. Víkingur Reykjavík lenti einnig í hremmingum í Laugardalnum. Þróttur Reykjavík tók forskotið í fyrri hálfleik en góður 5 mínútna kafli í seinni hálfleik þar sem Pape Mamadou Faye skoraði tvö mörk og tryggði sæti í Pepsi deildinni á næsta ári. Haukar kláruðu sitt verkefni þegar þeir unnu 7-0 sigur á Húsavík en það reyndist ekki nóg, markatalan hjá Víkingum var betri og tryggði sæti þeirra í deild þeirra bestu á næsta ári. Í Grindavík kláruðu heimamenn sitt verkefni, þeir unnu 2-1 sigur á KA en úrslit liða í kringum þá gerði það að verkum að þeir féllu niður í fjórða sæti. BÍ/Bolungarvík vann góðan sigur á Tindastól en sitja í fimmta sæti. Fyrir leikinn eygðu þeir litla von um sæti í Pepsi deildinni en úrslit annarra liða gerði út um þá möguleika. Einnig var háspenna í 2. deildinni, KV og Grótta mættust í sannkölluðum úrslitaleik upp á hvort liðið kæmist upp í 1. deild. Gestirnir náðu forskotinu í fyrri hálfleik en KV jafnaði fljótlega og hélt jafnteflinu sem tryggði sæti þeirra í 1. deild á næsta ári. Hægt er að sjá textalýsingu hér fyrir neðan.Lokastaðan í 1. deild: L U J T Mörk Stig 1. Fjölnir 22 13 4 5 38:24 43 2. Víkingur R. 22 12 6 4 56:28 42 3. Haukar 22 12 6 6 49:29 42 4. Grindavík 22 13 3 4 51:32 42 5. BÍ/Bolungarv 22 13 1 8 47:39 40 6. KA 22 9 5 8 38:31 32 7. Leiknir R. 22 9 5 8 36:31 32 8. Selfoss 22 8 3 11 44:38 27 9. Tindastóll 22 6 7 9 29:40 25 10. Þróttur 22 7 2 13 26:36 23 11. KF 22 5 6 11 25:41 21 12. Völsungur 22 0 2 20 15:85 294. mínúta: KV heldur út og tryggir sæti sitt í fyrstu deild. Ótrúlegt afrek en liðið var stofnað fyrir aðeins 9 árum og er komið upp í fyrstu deild. Til hamingju KV. 94. mínúta: Víkingur heldur þetta út ! Víkingur Reykjavík fylgir Fjölni í Pepsi deild karla á næsta tímabili. Þrátt fyrir hetjulega tilraun Hauka tryggði markatalan Víkingum sæti í Pepsi deildinni. Til hamingju Víkingur. 93. mínúta: Búið að flauta af í Breiðholtinu, 3-1 sigur Fjölnismanna staðreynd og þeir sigra 1. deildina með sigrinum og fara upp í Pepsi deildina á næsta tímabili. Til hamingju Fjölnismenn. 92. mínúta: Ennþá jafnt í leik KV og Gróttu, ná Vesturbæingar að halda þetta út? 92. mínúta: Fjölnismenn að gulltryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta ári, komnir 3-1 yfir í Breiðholti. 90. mínúta: Búið að flauta leikinn af í Grindavík, þeir kláruðu verkefni sitt og verða nú að bíða og vona eftir tíðindum úr Breiðholtinu eða Laugardalnum. 85. Mínúta: Mismunandi milli leikja hversu mikið er eftir, í Grindavík eru heimamenn að sigla sigrinum heim þegar komið er í uppbótartíma. Á Valbjarnarvelli leiða gestirnir ennþá en það eru 5 mínútur eftir af venjulegum leiktíma. 77. mínúta: Ótrúlegar lokamínútur framundan, Haukar komast í 7-0 á Húsavík og komast í annað sætið á markatölu en örfáum sekúndum síðar komast Fjölnismenn yfir í Breiðholtinu og komast í fyrsta sætið. Það eru spennandi lokamínútur framundan. 75. mínúta: Það eru ekki bara tíðindi úr Laugardalnum, 10 leikmenn Fjölnis eru búnir að jafna upp í Breiðholti. Þeir þurfa hinsvegar stigin þrjú þar sem Víkingur, Haukar og Grindavík eru öll að vinna sína leiki. 74. mínúta: Víkingur nær forskotinu! Pape Mamadou Faye að skora annað mark sitt á aðeins 5 mínútum. 69. mínúta: Víkingur að jafna á Valbjarnarvelli! Þeir þurfa hinsvegar annað mark eða jöfnunarmark í Grindavík. 65. mínúta: Akureyringar að minnka muninn í Grindavík, fáum við spennandi lokamínútur þar? 55. mínúta: Er sumarið að fjara undan hjá Fjölnismönnum? Þeir eru að tapa 1-0 gegn Leikni og voru að fá rautt spjald og verða því manni færri síðustu mínútur leiksins. 53. mínúta: Grindvíkingar virðast ætla að klára sitt verkefni, þeir eru komnir 2-0 yfir gegn KA í Grindavík. Þeir verða hinsvegar að treysta á tap eða jafntefli hjá annaðhvort Víking eða Fjölni. 50. mínúta: Leikmenn Hauka eru ekkert á því að hætta, komnir 5-0 yfir á Húsavík. Þeim vantar enn 9 mörk til að ná markatölu Víkings. Hálfleikstölur: Fjölnir og Víkingur bæði að tapa leikjunum sínum en hafa 45 mínútur til að breyta stöðunni. Í annarri deildinni er jafnt hjá KV og Gróttu. 45. mínúta: Eins og staðan er núna í leikjunum eru Gríndvíkingar og Haukar á leiðinni upp. Ótrúleg spenna.42. mínúta. Haukar að ganga frá Völsungi. 4-0.33. mínúta: 3-0 fyrir Hauka.32. mínúta: Leiknismenn eru komnir yfir gegn Fjölni 1-0. Kemst Fjölnir ekki upp? Magnað ef það gerist.30. mínúta: Haukar komnir í 2-0 gegn Völsungi.27. mínúta: Staðan er enn 0-0 í leik Leiknis og Fjölnis.21. mínúta: Þróttur R. er komið yfir gegn Víkingi. Óvænt staða í Laugardalnum.14. mínúta: BÍ/Bolungarvík búnir að ná forskotinu á Sauðárkróki. Á sömu mínútu skorar Grótta í Vesturbænum. 10. mínúta: Fjallabyggð að skora á Selfossi en þeir eru fallnir og Selfyssingar geta ekki komist ofar en áttunda sæti svo það er að litlu að keppa þar í dag. Enn markalaust í hinum leikjunum. 3. mínúta: Fyrsta mark dagsins komið, Haukar eru komnir yfir á Húsavík. Leikmenn Hauka vita að markatalan gæti skorið úr um hvaða lið fara upp svo þeir eru eflaust ekki hættir. 1. mínúta: Flautað hefur verið til leiks í öllum leikjum! Fyrir leikina: Grindavík er eina liðið af þessum fimm sem getur tryggt sig upp sem er á heimavelli en Grindvíkingar fá KA-menn í heimsókn. Topplið Fjölnis heimsækir Leikni í Breiðholtið.Fyrir leikina: Fjölnir og Víkingur eru einu liðin sem tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni með sigri í dag. Fjölnir er með eins stigs forskot í toppsætinu og Víkingar hafa langbestu markatöluna af þeim liðum (Víkingar, Grindavík og Haukar) sem eru með 39 stig í 2. til 4. sæti.Fyrir leikina: Það er einnig gríðarleg spenna í 2. deild karla, í Vesturbænum tekur KV á móti Gróttu í nágrannaslag. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur upp á hvort liðið færi sæti í 1. deild á næsta ári. Heimamönnum dugar jafntefli en þeir eru taplausir á heimavelli í sumar. Upplýsingar um markaskorara verða fengnar frá urslit.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira