Sænska liðið Elfsborg hefur ráðið nýjan þjálfara en Joergen Lennartsson var rekinn frá félaginu í dag. Klas Ingesson mun taka við liðinu en hann var í bronsliði Svía frá HM 1994.
Skúli Jón Friðgeirsson, fyrrum KR-ingur, leikur með liði Elfsborg en hann hefur ekki fengið nein tækifæri með liðinu á þessu tímabili. Nú er bara að sjá hvort koma Klas Ingesson breyti einhverju um það.
Joergen Lennartsson gerði Elfsborg að sænskum meisturum í fyrra en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðinu á þessu tímabili. Elfsborg er sem stendur í 6. sæti tólf stigum á eftir toppliði Malmö.
Klas Ingesson er 45 ára gamall og sigraðist á krabbameini fyrir nokkrum árum. Þetta er hans fyrsta alvörustarf sem þjálfari meistaraflokks en leikmannaferill hans endaði á Ítalíu árið 2001. Ingesson hefur síðustu árin unnið sem unglingaþjálfari hjá Elfsborg.
Klas Ingesson lék á sínum tíma með IFK Göteborg, Mechelen, PSV Eindhoven, Sheffield Wednesday, Bari, Bologna, Marseille og Lecce en hann skoraði 13 mörk í 57 landsleikjum fyrir Svía.
Klas Ingesson hefur sterka Íslandstengingu því hann skoraði sigurmark Svía í 1-0 sigri á Íslandi á Laugardalsvellinum 7. september 1994 en sænska liðið var þó "nýkomið" frá HM í Bandaríkjunum þar sem liðið vann bronsið.
Íslandsbani nýr þjálfari Skúla Jóns hjá Elfsborg
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn




Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn


Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti



Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti
Fleiri fréttir
