200% aukning á sölu rafmagnsbíla í BNA Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2013 16:15 Nissan Leaf selst nú vel í Bandaríkjunum. Um síðustu helgi var haldinn í þriðja sinn dagur rafmagnsbílsins í heiminum. Sérstök dagskrá var í einum 95 borgum í tilefni þessa, flestum þó í Bandaríkjunum og Kanada. Feykileg fjölgun rafmagnsbíla hefur orðið í Bandaríkjunum á síðustu árum og er meðaltalsaukningin 200%. Árið 2011 seldust þar 10.000 bílar, 34.000 árið 2012 og nú í ár hafa selst 87.000 rafmagnsbílar og enn eftir 3 mánuðir. Í desember árið 2010 seldust 345 rafmagnsbílar vestanhafs, en 11.000 í síðasta mánuði. Bara Nissan Leaf hefur nú selst í 35.000 eintökum þar og aukningin á milli ára er 317%. Bílgerðum í rafmagnsbílum hefur fjölgað að sama skapi, en þær voru aðeins 7 árið 2010, 13 árið 2011, 20 í fyrra og 28 í ár. Svo virðist því að í bensínlandinu fræga eigi rafmagnsbílar mjög uppá pallborðið nú, enda víða miklar hvatar í boði við kaup á slíkum bílum. Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent
Um síðustu helgi var haldinn í þriðja sinn dagur rafmagnsbílsins í heiminum. Sérstök dagskrá var í einum 95 borgum í tilefni þessa, flestum þó í Bandaríkjunum og Kanada. Feykileg fjölgun rafmagnsbíla hefur orðið í Bandaríkjunum á síðustu árum og er meðaltalsaukningin 200%. Árið 2011 seldust þar 10.000 bílar, 34.000 árið 2012 og nú í ár hafa selst 87.000 rafmagnsbílar og enn eftir 3 mánuðir. Í desember árið 2010 seldust 345 rafmagnsbílar vestanhafs, en 11.000 í síðasta mánuði. Bara Nissan Leaf hefur nú selst í 35.000 eintökum þar og aukningin á milli ára er 317%. Bílgerðum í rafmagnsbílum hefur fjölgað að sama skapi, en þær voru aðeins 7 árið 2010, 13 árið 2011, 20 í fyrra og 28 í ár. Svo virðist því að í bensínlandinu fræga eigi rafmagnsbílar mjög uppá pallborðið nú, enda víða miklar hvatar í boði við kaup á slíkum bílum.
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent