Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 18-17 | Stefán Darri hetjan Sigmar Sigfússon skrifar 9. október 2013 11:13 mynd/vilhelm Stefán Darri Þórsson skoraði sigurmark Framara á síðustu sekúndu leiksins á móti Haukum í Safamýri í 4. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Fram sigraði, 18-17, og er komið í toppsæti deildarinnar með sex stig eftir sigurinn. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og góð skemmtun þó svo að fá mörk litu dagsins ljós. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Þá fór Haukavélin í gang og þeir sigu hægt og rólega framúr þeim bláklæddu. Leikurinn var þó mjög jafn út hálfleikinn. Síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik voru æsispennandi og Framarar spiluðu vel á þeim kafla. Haukabekkurinn pirraði sig yfir brottvísun sem Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka, fékk. Dýrkeyptur æsingur sem endaði með því að Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, fékk tveggjamínútu refsingu og Haukamenn orðnir tveimur færri. Framarar höfðu þegar þetta kom við sögu unnið upp þriggja marka mun og voru einu marki yfir 10-9. Haukamenn komust ágætlega frá því að vera tveimur færri og náðu að jafna leikinn, 10-10, um leið og hálfleiksflautið gall með góðu marki frá Tjörva Þorgeirssyni. Framarar skoruðu fyrstu tvö mörkin og komu sterkir út í seinni hálfeik. Vörnin hjá heimamönnum var mjög góð og Stephen Nielsen, markmaður Fram, átti frábæran leik á þessum kafla. Seinni hálfleikur var hnífjafn alveg til enda og liðin skiptust á að skora. Markmenn beggja liða voru í algjöru aðalhlutverki á lokamínútunum og vörðu hvert dauðafærið á eftir öðru. Framarar unnu aftur upp þriggja marka forskot Hauka í leiknum úr 14-17 í 17-17. Staðan var jöfn, 17-17, þegar að tæp mínúta var eftir. Stórskytta Hauka, Sigurbergur Sveinsson, átti þá þrumuskot sem Stephen Nielsen varði glæsilega og Framarar fengu síðustu sóknina. Framarar spiluðu góða sókn sem endaði með því að Stefán Darri Þórsson fann smugu framhjá Haukavörninni og skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Heimamenn sigruðu því afar sætan baráttusigur, 18-17. Guðlaugur: Það er karakter í þessu liði.Guðlaugur er að gera frábæra hluti með Fram-liðið.mynd/vilhelm„Við sýndum að það er karakter í þessu liði. Heilt yfir vorum við ekkert að spila neitt sérstaklega en baráttan var klárlega til staðar,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, eftir leikinn. „Við spiluðum góða vörn og þá fylgir oft markvarslan með. Stephen var algjörlega frábær í markinu og varði oft frá Haukum úr dauðafærum. Síðasta markvarslan var gríðarlega mikilvæg í stöðunni 17-17,“ „Með þessari byrjun erum við að sýna að við erum sýnd veiði en ekki gefin. Blásum smá á þær gagnrýnisraddir sem heyrðust fyrir mót. Um okkar hóp og svo framvegis,“ „En fyrst og fremst var þetta karaktersigur sem vannst með baráttu og smá heppni,“ sagði Guðlaugur kampakátur að lokum og bætti við: „Við erum komnir á toppinn, allavega þangað til á morgun." Patrekur: Áttum að loka þessum leikPatrekur á hliðarlínunni í kvöld.mynd/vilhelm„Ég er svekktur. Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Virkilega svekkjandi í svona leik þar sem lítið er skorað að fá möguleika á því að skora lokamarkið og klúðra því,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég skil ekki hvað var í gangi hjá okkur í sókninni. Miðað við hversu ferskir við vorum á móti FH í síðasta leik að þá var þetta mjög dapurt hérna í kvöld,“ „Dómgæslan var mjög sérstök í fyrri hálfleik og svo aftur í upphafi seinni hálfleiks. En sóknarleikurinn verður okkur að falli í kvöld og maður spyr sig hvað veldur? Það voru margir leikmenn sem náðu sér ekki á strik í leiknum,“ „En þrátt fyrir það áttum við að loka leiknum þegar við vorum komnir 14-17 yfir en við þurfum að lifa með þessu,“ sagði Patrekur vonsvikinn að lokum Íslenski handboltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Sjá meira
Stefán Darri Þórsson skoraði sigurmark Framara á síðustu sekúndu leiksins á móti Haukum í Safamýri í 4. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Fram sigraði, 18-17, og er komið í toppsæti deildarinnar með sex stig eftir sigurinn. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og góð skemmtun þó svo að fá mörk litu dagsins ljós. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Þá fór Haukavélin í gang og þeir sigu hægt og rólega framúr þeim bláklæddu. Leikurinn var þó mjög jafn út hálfleikinn. Síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik voru æsispennandi og Framarar spiluðu vel á þeim kafla. Haukabekkurinn pirraði sig yfir brottvísun sem Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka, fékk. Dýrkeyptur æsingur sem endaði með því að Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, fékk tveggjamínútu refsingu og Haukamenn orðnir tveimur færri. Framarar höfðu þegar þetta kom við sögu unnið upp þriggja marka mun og voru einu marki yfir 10-9. Haukamenn komust ágætlega frá því að vera tveimur færri og náðu að jafna leikinn, 10-10, um leið og hálfleiksflautið gall með góðu marki frá Tjörva Þorgeirssyni. Framarar skoruðu fyrstu tvö mörkin og komu sterkir út í seinni hálfeik. Vörnin hjá heimamönnum var mjög góð og Stephen Nielsen, markmaður Fram, átti frábæran leik á þessum kafla. Seinni hálfleikur var hnífjafn alveg til enda og liðin skiptust á að skora. Markmenn beggja liða voru í algjöru aðalhlutverki á lokamínútunum og vörðu hvert dauðafærið á eftir öðru. Framarar unnu aftur upp þriggja marka forskot Hauka í leiknum úr 14-17 í 17-17. Staðan var jöfn, 17-17, þegar að tæp mínúta var eftir. Stórskytta Hauka, Sigurbergur Sveinsson, átti þá þrumuskot sem Stephen Nielsen varði glæsilega og Framarar fengu síðustu sóknina. Framarar spiluðu góða sókn sem endaði með því að Stefán Darri Þórsson fann smugu framhjá Haukavörninni og skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Heimamenn sigruðu því afar sætan baráttusigur, 18-17. Guðlaugur: Það er karakter í þessu liði.Guðlaugur er að gera frábæra hluti með Fram-liðið.mynd/vilhelm„Við sýndum að það er karakter í þessu liði. Heilt yfir vorum við ekkert að spila neitt sérstaklega en baráttan var klárlega til staðar,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, eftir leikinn. „Við spiluðum góða vörn og þá fylgir oft markvarslan með. Stephen var algjörlega frábær í markinu og varði oft frá Haukum úr dauðafærum. Síðasta markvarslan var gríðarlega mikilvæg í stöðunni 17-17,“ „Með þessari byrjun erum við að sýna að við erum sýnd veiði en ekki gefin. Blásum smá á þær gagnrýnisraddir sem heyrðust fyrir mót. Um okkar hóp og svo framvegis,“ „En fyrst og fremst var þetta karaktersigur sem vannst með baráttu og smá heppni,“ sagði Guðlaugur kampakátur að lokum og bætti við: „Við erum komnir á toppinn, allavega þangað til á morgun." Patrekur: Áttum að loka þessum leikPatrekur á hliðarlínunni í kvöld.mynd/vilhelm„Ég er svekktur. Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Virkilega svekkjandi í svona leik þar sem lítið er skorað að fá möguleika á því að skora lokamarkið og klúðra því,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég skil ekki hvað var í gangi hjá okkur í sókninni. Miðað við hversu ferskir við vorum á móti FH í síðasta leik að þá var þetta mjög dapurt hérna í kvöld,“ „Dómgæslan var mjög sérstök í fyrri hálfleik og svo aftur í upphafi seinni hálfleiks. En sóknarleikurinn verður okkur að falli í kvöld og maður spyr sig hvað veldur? Það voru margir leikmenn sem náðu sér ekki á strik í leiknum,“ „En þrátt fyrir það áttum við að loka leiknum þegar við vorum komnir 14-17 yfir en við þurfum að lifa með þessu,“ sagði Patrekur vonsvikinn að lokum
Íslenski handboltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Sjá meira