Íslendingaliðið Sundsvall komst í kvöld í annað sæti sænsku B-deildarinnar í knattspyrnu. Sundsvall vann þá góðan sigur á toppliði deildarinnar, Falkenberg.
Leikurinn endaði 1-0 fyrir Sundsvall. Það var Kevin Walker sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik.
Falkenberg er enn á toppi deildarinnar þrátt fyrir tapið. Sundsvall er tveim stigum á eftir.
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í vörn Sundsvall en Rúnar Már Sigurjónsson lék síðustu tvær mínútur leiksins fyrir liðið.
