Ökuþórinn Lewis Hamilton vill meina að yfirburðir Sebastian Vettel í Formúlu 1 kappakstrinum um þessar mundir sé að svæfa áhorfendur og að áhuginn á keppnunum sé að minnka.
Vettal vann fjórða mótið í röð um helgina og gæti bráðlega orðið heimsmeistari fjórða árið í röð en Þjóðverjinn getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn í Japan um næstu helgi.
Það eru samt sem áður enn fjögur mót skipulögð í upphafi ársins 2014 og því lítil spennan framundan.
„Ég vorkenni í raun áhorfendum,“ sagði Hamilton.
„Þetta minnir mann á gullaldarár Michael Schumacher og oft á tíðum ekki mikil spenna í hverjum kappakstri.“
„Ég man þá eftir því að maður vaknaði til að sjá upphaf kappakstursins og síðan fór maður bara aftur að sofa, maður vissi alltaf hver myndi vinna.“
Hamilton: Yfirburðir Vettel eru farnir að svæfa áhorfendur
