Uppboð á bíl Ringo Starr Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2013 10:24 Facel Vega Þessi undarlegi bíll sem bítillinn Ringo Starr átti á árum áður verður boðinn upp hjá Bonhams uppboðshúsinu í London þann 1. desember næstkomandi. Hann er nokkuð sérstakur útlits og telst meðal fágætra bíla, en aðeins voru framleidd 26 eintök af þessum bíl með stýrið hægra megin. Bíllinn er 1964 árgerðin af Facel Vega. Facel Vega bílar voru franskir og voru þeir framleiddir á árunum milli 1954 og 1964. Facel Vega bílar voru af vandaðri gerðinni, kostuðu skildinginn og kepptu við Bentley bíla um hylli þeirra efnameiri. Facel Vega varð gjaldþrota árið 1964, svo þessi bíll Ringo er einn þeirra síðustu sem franska fyrirtækið smíðaði. Vélin í þessum bíl er engin smásmíði, heldur 6,3 lítra V8 Chrysler Typhoon rokkur sem skráður er fyrir 390 hestöflum. Hámarkshraði þessa bíls er 240 km/klst. Hann var þó ekkert sérlega fljótur á sprettinum sökum mikillar þyngdar, en hann vegur hátt í tvö tonn. Búist er við því að þessi fyrrverandi bíll bítilsins fari á 60-70 milljónir króna á uppboði Bonham. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent
Þessi undarlegi bíll sem bítillinn Ringo Starr átti á árum áður verður boðinn upp hjá Bonhams uppboðshúsinu í London þann 1. desember næstkomandi. Hann er nokkuð sérstakur útlits og telst meðal fágætra bíla, en aðeins voru framleidd 26 eintök af þessum bíl með stýrið hægra megin. Bíllinn er 1964 árgerðin af Facel Vega. Facel Vega bílar voru franskir og voru þeir framleiddir á árunum milli 1954 og 1964. Facel Vega bílar voru af vandaðri gerðinni, kostuðu skildinginn og kepptu við Bentley bíla um hylli þeirra efnameiri. Facel Vega varð gjaldþrota árið 1964, svo þessi bíll Ringo er einn þeirra síðustu sem franska fyrirtækið smíðaði. Vélin í þessum bíl er engin smásmíði, heldur 6,3 lítra V8 Chrysler Typhoon rokkur sem skráður er fyrir 390 hestöflum. Hámarkshraði þessa bíls er 240 km/klst. Hann var þó ekkert sérlega fljótur á sprettinum sökum mikillar þyngdar, en hann vegur hátt í tvö tonn. Búist er við því að þessi fyrrverandi bíll bítilsins fari á 60-70 milljónir króna á uppboði Bonham.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent