Kvennalið Fram í handknattleik er komið áfram í EHF-bikarnum í handbolta eftir 20-14 sigur á Olympia HC frá London.
Um síðari viðureign liðanna var að ræða en Fram vann 25 marka sigur í fyrri leiknum í gær. Leikurinn í dag var öllu jafnari og leiddu þær bláklæddu með fjórum mörkum í hálfleik 10-6.
Tíu leikmenn Fram skiptu mörkunum 20 nokkuð bróðurlega á milli sín. Marthe Sördal skoraði fjögur mörk, Karólína Vilborg Torfadóttir þrjú en aðrar minna.
Fram vann því viðureignina með 31 mars mun samanlagt.
Fram vann sex marka sigur í síðari leiknum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
