Fimleikakempan úr Gerplu er hætt keppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2013 12:53 Íris Mist ásamt félögum sínum í Gerplu. Mynd/Anton Fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir er hætt keppni í íþrótt sinni. Íris hefur verið í fremstu röð í fimleikum hér á landi um árabil. Íris staðfestir í samtali við Vísi að kominn sé tími á að eitthvað nýtt taki við af fimleikunum. Hún hafi æft fimleika í 19 ár, fyrst áhaldafimleika í níu ár og svo hópfimleika í tíu. Nú sé komið að leiðarlokum hvað keppni varði. „Ég tók ákvörðunina eftir æfingabúðirnar núna í sumar. Ég fann að ég var ekki lengur tilbúin að leggja mig 180 prósent fram við þetta.“ Íris, sem er 26 ára, hefur getið sér gott orð fyrir glæsileg stökk sín á trampolíni á mótum í gegnum tíðina. Þau þykja afar flókin og hafa vakið athygli. Hún hefur unnið alla þá titla sem í boði eru með Gerplu frá árinu 2005. Þá varð hún í þriðja sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2010 og níunda sæti í sama kjöri árið 2012. Þá var Íris Mist í stóru hlutverki með Gerplu og landsliði Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari árin 2010 og 2012.Fjölmargar stelpur úr gullliðinu frá því í Danmörku síð haust hafa hætt keppni. Sif Pálsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Heiðrún Rós Þórðardóttir og Ásta Þyrí Emilsdóttir hættu allar síðastliðið haust. Íris Mist bættist í hópinn í lok sumars. Sömuleiðis hafa þjálfararnir Ása Inga Þorsteinsdóttir, Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir sagt skilið við þjálfun tímabundið. Íris hefur þó fulla trú á stelpunum sem munu taka við keflinu. Þær geti vel varið gullið á EM haustið 2014 sem mun fara fram hér á landi. „Ég hef fulla trú á því að þær geti unnið gullið ef þær halda áfram að æfa jafnvel og þær eru að gera núna. Það taka alltaf einhverjir nýir við. Þó við höfum margar hætt er rosalegur efniviður sem kemur inn núna.“ Fimleikakempan, sem er uppalin í Garðabænum en býr nú í Kópavogi, ætlar að einbeita sér að sálfræðinámi sínu í Háskólanum í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr íþróttafræði í vor og segir drauminn að starfa sem íþróttasálfræðingur í framtíðinni. „Eða nei, það er ekki draumur. Ég ætla að gera það.“ Hér fyrir neðan má sjá fjölmargar myndir frá glæsilegum ferli Írisar Mistar með Gerplu og landsliði Íslands. Fimleikar Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira
Fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir er hætt keppni í íþrótt sinni. Íris hefur verið í fremstu röð í fimleikum hér á landi um árabil. Íris staðfestir í samtali við Vísi að kominn sé tími á að eitthvað nýtt taki við af fimleikunum. Hún hafi æft fimleika í 19 ár, fyrst áhaldafimleika í níu ár og svo hópfimleika í tíu. Nú sé komið að leiðarlokum hvað keppni varði. „Ég tók ákvörðunina eftir æfingabúðirnar núna í sumar. Ég fann að ég var ekki lengur tilbúin að leggja mig 180 prósent fram við þetta.“ Íris, sem er 26 ára, hefur getið sér gott orð fyrir glæsileg stökk sín á trampolíni á mótum í gegnum tíðina. Þau þykja afar flókin og hafa vakið athygli. Hún hefur unnið alla þá titla sem í boði eru með Gerplu frá árinu 2005. Þá varð hún í þriðja sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2010 og níunda sæti í sama kjöri árið 2012. Þá var Íris Mist í stóru hlutverki með Gerplu og landsliði Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari árin 2010 og 2012.Fjölmargar stelpur úr gullliðinu frá því í Danmörku síð haust hafa hætt keppni. Sif Pálsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Heiðrún Rós Þórðardóttir og Ásta Þyrí Emilsdóttir hættu allar síðastliðið haust. Íris Mist bættist í hópinn í lok sumars. Sömuleiðis hafa þjálfararnir Ása Inga Þorsteinsdóttir, Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir sagt skilið við þjálfun tímabundið. Íris hefur þó fulla trú á stelpunum sem munu taka við keflinu. Þær geti vel varið gullið á EM haustið 2014 sem mun fara fram hér á landi. „Ég hef fulla trú á því að þær geti unnið gullið ef þær halda áfram að æfa jafnvel og þær eru að gera núna. Það taka alltaf einhverjir nýir við. Þó við höfum margar hætt er rosalegur efniviður sem kemur inn núna.“ Fimleikakempan, sem er uppalin í Garðabænum en býr nú í Kópavogi, ætlar að einbeita sér að sálfræðinámi sínu í Háskólanum í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr íþróttafræði í vor og segir drauminn að starfa sem íþróttasálfræðingur í framtíðinni. „Eða nei, það er ekki draumur. Ég ætla að gera það.“ Hér fyrir neðan má sjá fjölmargar myndir frá glæsilegum ferli Írisar Mistar með Gerplu og landsliði Íslands.
Fimleikar Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira