Úkraínumaðurinn Vladimir Klitschko varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt með sigri á Rússanum Alexander Povetkin í kvöld.
Bardaginn fór fram á Olimpiskiiy-leikvanginum í Moskvu og var mikil spenna fyrir bardagann enda áskorandinn taplaus í 26 bardögum.
Reynsluboltinn frá Úkraínu sló Povetkin fjórum sinnum í gólfið og vann einróma sigur á stigum að lokum lotunum tólf. Hann heldur því traustataki á WBA, IBO, IBF og WBO beltum sínum.
Eldri bróðir Klitschko, Vitali, er handhafi WBC beltisins.
Úkraínski reynsluboltinn vann öruggan sigur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn





Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn