Úkraínumaðurinn Vladimir Klitschko varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt með sigri á Rússanum Alexander Povetkin í kvöld.
Bardaginn fór fram á Olimpiskiiy-leikvanginum í Moskvu og var mikil spenna fyrir bardagann enda áskorandinn taplaus í 26 bardögum.
Reynsluboltinn frá Úkraínu sló Povetkin fjórum sinnum í gólfið og vann einróma sigur á stigum að lokum lotunum tólf. Hann heldur því traustataki á WBA, IBO, IBF og WBO beltum sínum.
Eldri bróðir Klitschko, Vitali, er handhafi WBC beltisins.

